fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Pressan

Reyna að halda aftur af veiru sem er banvænni en COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 06:59

Nipah-veira. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn lést 12 ára drengur á sjúkrahúsi í Kerala á Indlandi. Það var hin skæða Nipah-veira sem varð honum að bana. Hún er mun banvænni en COVID-19 og hafa sérfræðingar lengi haft áhyggjur af henni og að hún geti valdi heimsfaraldri.

New York Post segir að ástandið í Kerala sé mjög slæmt hvað varðar COVID-19 en ríkið er með mesta fjölda smita á Indlandi. Áður en drengurinn lést hafði hann verið á tveimur öðrum sjúkrahúsum og því verið nærri mörgu fólki, hugsanlega mörg hundruð. Að minnsta kosti 11 þeirra hafa sýnt einkenni þess að vera smitaðir af Nipah-veirunni sem er einnig kölluð Niv.

Samkvæmt áætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO þá hafa 40 til 75% smitaðra látist af völdum veirunnar í fyrri faröldrum hennar. Veiran er því mun banvænni en kórónuveiran sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin.

„Það hefur sýnt sig að veiran berst á milli fólks í þessum faröldrum og vekur það áhyggjur um möguleikana á að Niv geti valdið heimsfaraldri,“ segir í umfjöllun á heimasíðu bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC síðan í október á síðasta ári.

Nú eru rúmlega 100 manns, sem áttu í samskiptum við drenginn, í einangrun og 48 af þeim eru undir eftirliti á sjúkrahúsi í Kerala. Heilbrigðisstarfsmenn munu einnig ganga hús úr húsi til að finna aðra sem hafa verið í samskiptum við fólk sem umgekkst drenginn. Sýni úr þeim sem umgengust hann mest, ættingjum og heilbrigðisstarfsfólki, hafa reynst neikvæð.

Nipah-veiran á uppruna sinn í leðurblökum, eins og talið er að kórónuveiran eigi, og berst frá þeim til svína og frá þeim til manna. Veiran uppgötvaðist fyrst í Malasíu og Singapúr 1999 en þá greindust tæplega 300 með hana og rúmlega 100 létust að því er CDC segir.

Einkenni smits líkjast einkennum COVID-19, það er að segja hiti, hósti, hálsbólga og öndunarörðugleikar. Á heimasíðu CDC segir einnig að smitaðir þjáist oft af heilabólgu. Ef fólk lifir veikindin af þjáist það oft af viðvarandi krömpum og jafnvel persónuleikabreytingum. Smitið getur legið í dvala hjá fólki og brotist út mánuðum og jafnvel árum síðar og þá veikist fólk og deyr jafnvel.

Ekkert bóluefni er til gegn veirunni og engin sérstök meðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni
Pressan
Í gær

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár