Samþykktu handtökuskipun manns sem sakaður er um barnaníð – Sagði fangelsin yfirfull og mikið ofbeldi stundað
FréttirLandsréttur hefur vísað frá beiðni manns sem sakaður er um kynferðisbrot gegn börnum um ógildingu framsals. Maðurinn er farinn frá landinu. Ríkissaksóknari ákvað að verða við evrópskri handtöku skipun sem gefin var út 5. desember árið 2023. Þessi ákvörðun var staðfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 16. febrúar og maðurinn handtekinn aðfaranótt 19. febrúar. Sakaður um Lesa meira
Ekkja flugmannsins sem lést á Haukadalsflugvelli hafði betur gegn dönsku tryggingafélagi
FréttirDanskt flugtryggingafélag, Beta Aviation, hefur verið dæmt til þess að greiða ekkju manns sem dó í flugslysi á Suðurlandi árið 2019 bætur. Maðurinn var flugmaður á sextugsaldri sem lést þegar lítil flugvél hans hrapaði á Flughátíð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag, þann 9. febrúar. Var félaginu gert að greiða ekkjunni 7,6 milljón króna með Lesa meira
Reyndi að fá erfðaskrá bróður síns rift – Arfleiddi eignir sínar til SOS Barnaþorpa
FréttirLandsréttur hefur hafnað kröfu manns um að ógilda erfðaskrá bróður síns. Bróðir hans hafði ráðstafað eignum sínum til hjálparsamtakanna SOS Barnaþorpa. Landsréttur úrskurðaði um málið á mánudag, 29. janúar, og staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 10. nóvember síðastliðnum. Ágreiningurinn stóð um erfðaskrá sem hinn látni gerði árið 2007. En með henni ráðstafaði hann fasteign sem hann Lesa meira
Staðfesta sjö ára dóm yfir barnaníðingnum Brynjari Joensen Creed – Mörg mál í farvatninu
FréttirHæstiréttur hefur staðfest sjö ára fangelsisdóm yfir barnaníðingnum Brynjari Joensen Creed. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlkubörnum. Vorið 2022 var Brynjar dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness en sá dómur var þyngdur um eitt ár í Landsrétti í marsmánuði í fyrra. Dómur Hæstaréttar féll í dag, 31. janúar. Brynjar var handtekinn Lesa meira
Barnavernd á Akureyri braut gegn móður í harðri forsjárdeilu – Drengur á milli steins og sleggju
FréttirMóðir drengs vann mál þann 11. desember gegn Akureyrarbæ vegna framgöngu starfsmanna Barnaverndar Eyjafjarðar. Í nafni neyðarvistunar var drengurinn fjarlægður úr vist hjá henni og komið fyrir hjá föður. Málið á sér langan aðdraganda og lýsir sér í mjög harðvítugum deilum á milli móður drengsins og föður í kjölfar sambandsslita árið 2014. En þau áttu saman einn Lesa meira
Sakaður um að mynda beran karlmann í sturtu
FréttirHéraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Er maðurinn sakaður um að taka ljósmyndir af öðrum manni í sturtu. RÚV greinir frá þessu. Atvikið átti sér stað í júlí árið 2022 á Ylströndinni í Nauthólsvík. Í ákærunni segir að hinn ákærði hafi farið í sturtuklefann í búningsaðstöðunni og tekið tvær ljósmyndir af öðrum Lesa meira
Skallaði mann í andlitið á Sogni og braut í honum augntóftina
FréttirMaður á fertugsaldri var á föstudag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Skallaði hann annan mann í andlit þannig að sá hinn sami skaddaðist á sjón. Það var Lögreglustjórinn á Suðurlandi sem ákærði manninn fyrir að hafa veist að öðrum fyrir utan svokallaða Hjáleigu í fangelsinu að Sogni í Sveitarfélaginu Ölfusi þann 18. Lesa meira
Máli íbúa á þynningarsvæði stóriðjunnar á Grundartanga vísað frá – Brennisteinsdíoxíð og flúor
FréttirMáli íbúa og fyrirtækja á þynningarsvæði stóriðjuveranna á Grundartanga hefur verið vísað frá Landsrétti. Töldu stefnendur sig eiga skaðabótarétt á ríkið og sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit vegna útgefinna starfsleyfa til járnblendiverksmiðjunnar Elkem og álversins Norðuráls. Stefnendur í málinu voru tvö fyrirtæki, iðnaðarfyrirtækið Skagastál og ferðaþjónustufyrirtækið At Iceland, sem og íbúarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Inga Guðrún Gísladóttir. Þetta eru eigendur fimm jarða Lesa meira
Heimagert vopn notað í „grófri og ófyrirleitinni“ árás á leigubílstjóra
FréttirMaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir ýmis brot. Þar á meðal að veitast að leigubílstjóra og spreyja kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. desember en var birtur í dag. Ákæruatriðin voru fjögur talsins og játaði maðurinn brot sín skýlaust. Hið fyrsta laut Lesa meira
Sakborningi í Samherjamáli synjað um afrit af gögnum – Varðar viðkvæm einkamálefni annarra
FréttirLandsréttur hefur staðfest úrskurð Hérðasdóms Reykjavíkur um að embætti Héraðssaksóknara þurfi að afhenda gögn erlendis frá. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið fyrir þann 17. nóvember eftir að einn af einn af sakborningunum í Samherjamálinu skaut því þangað í lok október. Krafðist sakborningurinn, sem er ekki nefndur á nafn í dóminum, að felld yrði úr gildi ákvörðun Lesa meira
