59 létust af völdum COVID-19 í Svíþjóð síðasta sólarhring
Pressan59 manns létust af völdum COVID-19 í Svíþjóð síðasta sólarhringinn. Alls hafa 239 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Á mánudaginn létust 34 af völdum veirunnar. Anders Tegnell, hjá Folkhälsomyndigheten (Landlæknisembætti þeirra Svía), sagði að ef horft er á þróunina síðasta mánuðinn í Svíþjóð sé kúrvan frekar flöt en nú stígi hún mjög Lesa meira
Þetta er ástæðan fyrir að dánartíðni af völdum COVID-19 er mjög lág í Þýskalandi
PressanÁ heimsvísu látast að meðaltali um 5 prósent þeirra sem greinast smitaðir af COVID-19 en í Þýskalandi er staðan allt önnur. Þar er dánarhlutfallið nú tæplega hálft prósent. Ástæðan fyrir þessu er að sögn að Þjóðverjar hafa allt frá upphafi tekið mikið af sýnum úr fólki og því getað staðfest smit snemma. Rétt rúmlega helmingur Lesa meira
Danska ríkisstjórnin fær auknar heimildir frá þinginu – Getur nú bannað fleiri en tveimur að vera saman
PressanDanska þingið samþykkti í gærkvöldi lög, sem voru lögð fram í miklum flýti, sem heimila ríkisstjórninni að banna fleiri en tveimur að vera saman ef þörf þykir á vegna COVID-19 faraldursins. Mikill stuðningur var við frumvarpið, þvert á flokka, en 96 greiddu því atkvæði enginn greiddi atkvæði gegn því. Allir viðstaddir þingmenn samþykktu því frumvarpið. Lesa meira
114 heilbrigðisstarfsmenn í Kaupmannahöfn smitaðir af COVID-19
PressanÍ morgun var skýrt frá því að 114 heilbrigðisstarfsmenn í Kaupmannahöfn séu smitaðir af COVID-19. Flestir starfa þeir á sjúkrahúsum í borginni. Danska ríkisútvarpið skýrði frá þessu. Fram kemur að tölurnar séu frá 29. mars og nái aðeins yfir staðfest smit. Á sama tíma var staðfest að 1.214 manns í Kaupmannahöfn séu smitaðir af veirunni. Lesa meira
Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tröllatrú á sjálfum sér og telur sig vita margt miklu betur en allir aðrir. Þetta kom greinilega í ljós á fréttamannafundi á mánudaginn. Þá spurði Yamiche Alcindor, fréttamaður PBS NewsHour, Trump af hverju ekki væru tekin jafn mörg sýni í Bandaríkjunum og í Suður-Kóreu í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Trump gaf Lesa meira
Sögulegt samkomubann sett á Íslandi – „Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalaus viðbrögð“
EyjanSamkomubann verður sett á á Íslandi þann 15. mars.. Er það í fyrsta skipti sem það er gert í lýðveldissögunni. Þetta er gert til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Samkomubannið tekur gildi á miðnætti aðfararnótt Lesa meira
