fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Bretland

Vilja ekki fá fleiri kynlífsömmur til landsins

Vilja ekki fá fleiri kynlífsömmur til landsins

Pressan
27.08.2022

Mikil fátækt og ódýrar pakkaferðir hafa gert Gambíu, sem er í vestanverðri Afríku, að vinsælum áfangastað fyrir breskar konur sem eru í leit að kynlífi. Nú vilja gambísk yfirvöld stöðva þetta og segja að þessir „kynlífsferðamenn“ fæli aðra ferðamenn frá landinu. Þessi þróun, að konur sæki til Gambíu í leit að kynlífi, hefur átt sér Lesa meira

„Þetta er stærra en heimsfaraldurinn“

„Þetta er stærra en heimsfaraldurinn“

Pressan
26.08.2022

„Þetta verður mjög, mjög slæmt fyrir fjölda fólks. Þetta er stærra en heimsfaraldurinn, þetta er mikil krísa.“ Þetta sagði Keith Anderson, forstjóri skoska orkufyrirtækisins Scottish Power, þegar hann ræddi síhækkandi raforkuverð í Bretlandi í sjónvarpi. STV og CNN skýra frá þessu. Þrátt fyrir að Bretar hafi yfirgefið Evrópusambandið þá halda þeir fast í sömu stefnu og sambandið um að draga úr gaskaupum Lesa meira

Danskir hermenn eiga að þjálfa úkraínska hermenn

Danskir hermenn eiga að þjálfa úkraínska hermenn

Fréttir
11.08.2022

Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær að 130 danskir hermenn muni annast þjálfun úkraínskra hermanna. Þetta er verkefni undir stjórn Breta. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Dönsku hermennirnir munu meðal annars þjálfa Úkraínumennina í notkun skotvopna, bardögum í bæjum og borgum, hernaðartaktík á vígvellinum og skyndihjálp. Þjálfunin fer fram í Bretlandi en Danir opna einnig Lesa meira

Bretar búa sig undir fordæmalausan hita í dag

Bretar búa sig undir fordæmalausan hita í dag

Pressan
19.07.2022

Breska veðurstofan, Met Office, hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun vegna mikils hita. Viðvörunin nær til stórs hluta Englands en allt að 41 stigs hita er spáð í dag. Nýtt hitamet var líklega sett aðfaranótt mánudags þegar hitinn mældist 26 stig á Heathrow. Aldrei fyrr hefur svo hár hiti mælst að næturlagi á Bretlandseyjum. Met Office á Lesa meira

Bretar undirbúa sig undir neyðarástand um helgina

Bretar undirbúa sig undir neyðarástand um helgina

Pressan
13.07.2022

Bresk yfirvöld búa sig nú undir neyðarástand um næstu helgi vegna mikilla hita. Hitamet gætu fallið ef spár ganga eftir og eru yfirvöld undir það búin að lýsa yfir neyðarástandi á fjórða stigi. Sky News og fleiri breskir miðlar skýra frá þessu. Segja þeir að háttsettir embættismenn hafi nú þegar fundað um viðbrögð við væntanlegri hitabylgju. Ef Lesa meira

Fundu lífshættulega veiru á Englandi – Getur valdið blæðingum úr leggöngum og meðvitundarleysi

Fundu lífshættulega veiru á Englandi – Getur valdið blæðingum úr leggöngum og meðvitundarleysi

Pressan
10.02.2022

Bresk yfirvöld staðfestu í gær að tveir hefðu greinst með hina lífshættulegu veiru sem veldur Lassa hita (Lassa fever). Veiran getur meðal annars valdið blæðingum úr leggöngum, meðvitundarleysi og dauða. Sjúkdómseinkennin líkjast að mörgu leyti einkennum ebólusmits. Daily Mail og Sky News skýra frá þessu. Fram kemur að veiran hafi fundist í tveimur manneskjum sem komu nýlega til Englands frá vestanverðri Afríku. Lesa meira

„Þetta eru 9.000 manns sem áttu allt of stutt líf“

„Þetta eru 9.000 manns sem áttu allt of stutt líf“

Pressan
01.01.2022

Föstudaginn 20. mars 2020 var breskum börum, kaffihúsum, skemmtistöðum og veitingahúsum lokað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar með var skrúfað fyrir bjórdælurnar. En það varð ekki til þess að halda aftur af áfengisneyslu Breta því sala á áfengi jókst mikið í verslunum og nú sýna tölur að þeim hefur fjölgað mikið sem drekka sig í hel. Lesa meira

Líður að endalokum breska konungdæmisins? Verður Bretland lýðveldi?

Líður að endalokum breska konungdæmisins? Verður Bretland lýðveldi?

Pressan
21.12.2021

Árið í ár hefur ekki verið auðvelt fyrir bresku konungsfjölskylduna og þar með Elísabetu II drottningu. Tveir prinsar, Andrew sonur hennar og barnabarnið Harry, hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum og má segja að hneykslismál þeim tengd hafi hrist grunnstoðir konungsfjölskyldunnar. Hún hefur þó staðið þessi mál af sér og má þakka Elísabetu II, Lesa meira

Enn vindur Partygatehneyksli Boris Johnson upp á sig

Enn vindur Partygatehneyksli Boris Johnson upp á sig

Pressan
17.12.2021

Á meðan harðar sóttvarnaaðgerðir voru í gildi í Bretlandi og stór hluti samfélagsstarfseminnar lá niðri drukku Boris Johnson, forsætisráðherra, og samstarfsfólk hans vín og borðuðu pítsur í bústað forsætisráðherrans í Downingstræti. Þetta gerðist í maí en þá hittust um 20 samstarfsmenn Johnson og hann sjálfur. Sumir sátu inni í húsinu sjálfu en aðrir voru í garðinum. Þetta segja The Guardian og The Independent. Á þessum tíma var Lesa meira

Þetta eru algengustu einkenni COVID-19 hjá bólusettu fólki

Þetta eru algengustu einkenni COVID-19 hjá bólusettu fólki

Pressan
04.12.2021

Missir lyktar- og bragðskyns eru meðal algengustu sjúkdómseinkenna COVID-19. Bólusett fólk smitast miklu sjaldnar en óbólusett og sjúkdómseinkennin eru mun vægari hjá bólusettum. Þetta eru niðurstöður nýrrar stórrar breskrar rannsóknar. Allt frá því að heimsfaraldurinn skall á hefur COVID-19 Symptom Study safnað upplýsingum um Breta og faraldurinn. Eftir að búið var að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sáu vísindamennirnir að breytingar urðu á Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af