fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Alþingi

Leggur fram fyrirspurn á Alþingi sem hægt er að svara með hjálp Google

Leggur fram fyrirspurn á Alþingi sem hægt er að svara með hjálp Google

Eyjan
05.03.2024

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í nokkrum liðum um HIV-smit á Íslandi. Einfalt er þó að svara fyrsta lið spurningarinnar með hjálp leitarvélarinnar góðkunnu Google. Önnur atriði sem Andrés spyr um eru aðgengileg á heimasíðu HIV-Ísland. Andrés óskar eftir því að fá svör, í skriflegu formi, við því Lesa meira

Eyjólfur segist víst hafa mátt taka myndir af manninum sem setti Alþingi í uppnám

Eyjólfur segist víst hafa mátt taka myndir af manninum sem setti Alþingi í uppnám

Eyjan
05.03.2024

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti dagskrárliðinn fundarstjórn forseta á þingfundi í dag til að bera af sér ásakanir um að hann hefði brotið reglur Alþingis, um að myndatökur í þingsalnum séu óheimilar, með því að taka myndir af manni sem truflaði þingfund í gær með því að hrópa að þingmönnum og klifra yfir handrið Lesa meira

Segir viss atriði í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi geta valdið börnum vanlíðan

Segir viss atriði í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi geta valdið börnum vanlíðan

Fréttir
25.02.2024

Á Alþingi er nú til meðferðar frumvarp til laga um mannanöfn. Flutningsmenn eru fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar og hluti þingflokks Pírata. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu, sem lagt hefur verið fram á þremur þingum en hefur tekið breytingum eftir umsagnarferli, er markmið þess meðal annars að tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða Lesa meira

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum

Eyjan
22.02.2024

Í umræðum um störf þingsins á þingfundi í gær gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir að hafa með öllu brugðist í útlendingamálum og bíta svo höfuðið af skömminni með því að kenna Samfylkingunni um sitt eigið klúður. Benti hann á að það hefðu verið sjálfstæðismenn sem sent hefðu skilaboð úr dómsmálaráðuneytinu til Lesa meira

Orðið á götunni: Fjölmiðlamenn langar á þing en byr ræður för

Orðið á götunni: Fjölmiðlamenn langar á þing en byr ræður för

Eyjan
18.02.2024

Orðið á götunni er að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Þórður Snær Júlíusson á Heimildinni telji sig eiga erindi á Alþingi og líti svo á að tækifæri gefist fyrir þá í komandi kosningum, hvort sem kosið verður á þessu ári eða ekki fyrr en 2025. Vaxandi líkur eru taldar á að kosið verði snemma á komandi Lesa meira

Jöfnun atkvæðisréttar er mannréttindamál – hvað dvelur Orminn langa?

Jöfnun atkvæðisréttar er mannréttindamál – hvað dvelur Orminn langa?

Eyjan
16.02.2024

Mannréttindi eru fótum troðin á Íslandi. Hér á landi er við lýði kosningakerfi sem leyfir að vægi atkvæða í einu kjördæmi geti orðið allt að tvöfalt á við vægið í öðru. Það er pólitísk ákvörðun að hafa þetta svona Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir í 21. gr.: „Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Lesa meira

Björn Jón skrifar: Hömlulaust bruðl

Björn Jón skrifar: Hömlulaust bruðl

EyjanFastir pennar
11.02.2024

Á dögunum bárust af því fregnir að fyrirhuguð brú yfir Fossvog eigi að kosta nærri níu milljarða króna en hún er aðeins 270 metra löng. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, benti á það á fésbókinni í fyrradag að þetta jafngilti 32,5 milljónum á lengdarmetrann. Til samanburðar hefði lengdarmetrinn kostað 2,2 milljónir króna í nýjum Dýrafjarðargöngum. Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Vandlátir þingmenn

Óttar Guðmundsson skrifar: Vandlátir þingmenn

EyjanFastir pennar
10.02.2024

Þingmenn hafa um árabil kvartað hástöfum yfir lélegri vinnuaðstöðu, launum og virðingarleysi Alþingis. Stór stuðlabergshöll var í kjölfarið reist í Vonarstræti steinsnar frá Alþingishúsinu og fékk nafnið Smiðjan. Kostnaður hljóp á einhverjum milljörðum eins og jafnan þegar ríkissjóður borgar brúsann. Kotrosknir þingmenn fluttu inn í húsið og þjóðin hélt að allir væru nú loksins glaðir. Lesa meira

Ekkert útvarpsgjald, enginn afsláttur af auglýsingum og hámarkstími auglýsinga 5 mínútur á klukkutíma

Ekkert útvarpsgjald, enginn afsláttur af auglýsingum og hámarkstími auglýsinga 5 mínútur á klukkutíma

Fréttir
07.02.2024

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar á næstu dögum að leggja fram frumvarp um breytingum á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Markmiðið segir hann vera að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla gagnvart ríkisreknu fjölmiðlafyrirtæki og alþjóðlegum risum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir hann að lagt verði til að rekstr­ar­formi Rík­is­út­varps­ins verði breytt í rík­is­stofn­un Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af