fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Víkingur vildi ekki endursemja við Guðjón Þórðarson

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. september 2022 13:32

Mynd/Víkingur Ólafsvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Guðjón Þórðarson um áframhaldandi samstarf. Guðjón mun því ekki halda áfram sem þjálfari liðsins.

Frá þessu er greint á vef félagsins. Liðið endaði í sjöunda sæti í 2 deild karla í sumar.

„Guðjón hefur í tvígang tekið við liðinu á erfiðum tímapunkti og unnið ákaflega gott starf í þágu félagsins. Þekking hans og kunnátta sem einn af allra reynslumestu þjálfurum landsins hefur nýst félaginu vel og erum við Guðjóni þakklátir fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Við óskum honum að sama skapi góðs gengis í þeim verkefnum sem hann mun taka að sér í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu.

Guðjón er einn farsælasti þjálfari í sögu Íslands en stjórn Víkings Ó. mun á næstu vikum fara í það að ráða nýjan þjálfara og hefja formlegan undirbúning fyrir næsta keppnistímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Í gær

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall