fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Augsburg sogast í fallbaráttu – Patrik og Stefán Teitur stefna upp

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 20:24

Alfreð Finnbogason. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur Íslendingalið hafa leikið í Evrópuboltanum í kvöld. Hér er það helsta:

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg í 2-3 tapi gegn Köln í þýsku Bundesligunni. Honum var skipt út af í hálfleik í stöðunni 0-3. Augsburg er í 12.sæti, nú aðeins 4 stigum fyrir ofan Köln sem er í 16.sæti. Liðið sem endar í því sæti fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Þá eiga liðin í sætunum þremur á milli þessara liða öll leik eða leiki til góða á Augsburg. Alfreð og félagar þurfa því að sækja einhver stig í síðustu leikjunum ef ekki á illa að fara.

Silkeborg vann 2-0 sigur á toppliði Viborg í dönsku B-deildinni. Leikið var í efri hluta deildarinnar (e. promotion group). Patrik Sigurður Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir með Silkeborg í leiknum. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar, sem gefur sæti í efstu deild, með 7 stiga forskot á Esbjerg. Sex umferðir eru eftir.

Esbjerg, þjálfað af Ólafi Kristjánssyni, tapaði einmitt 1-0 gegn Helsingör í kvöld. Andri Rúnar Bjarnason var á bekknum hjá Esbjerg í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason, sem einnig er á mála hjá félaginu, hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki með. Esbjerg er í þriðja sæti, 7 stigum á eftir Silkeborg, eins og fyrr segir.

Elías Már Ómarsson og félagar í Excelsior unnu 1-2 útisigur á NAC Breda. Elías spilaði allan leikinn í framlínunni. Excelsior er um miðja deild og getur hvorki blandað sér í baráttu um umspilssæti né sogast í fallbaráttu í þeim þremur leikjum sem eftir eru.

Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á varamannabekk Hacken í 2-0 sigri liðsins á Vaxjö í sænsku úrvaldseildinni. Leikurinn var liður í 2.umferð en Hacken vann einnig í 1.umferð. Með Vaxjö leikur Andrea Mist Pálsdóttir. Hún kom inn á sem varamaður undir lok leiks í dag. Vaxjö gerði jafntefli í 1. umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband