fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
433Sport

Einn af lykilmönnum Tyrkja meiddur: Óvíst með þátttöku hans á morgun

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls óvíst er hvort Emre Belözoğlu, fyrirliði Tyrkja, verði leikfær þegar Tyrkir taka á móti Íslendingum í Istanbúl á morgun. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Emre hafi ekki tekið þátt í æfingu liðsins í gær. Hann hafi reynt að hlaupa meðan aðrir leikmenn tóku þátt í æfingunni en jafnvel það hafi reynst honum ofviða.

Emre er langleikjahæsti leikmaður Tyrkja en hann er orðinn 39 ára gamall og hefur líklega sjaldan verið betri en einmitt nú. Mikil endurnýjun hefur verið í tyrkneska liðinu á undanförnum árum og hefur Senol Gunez, landsliðsþjálfari Tyrkja, sagt að Emre væri eins „og stóri bróðir og faðir“ fyrir aðra leikmenn hópsins. Emre hefur spilað nokkra leiki í undankeppninni og var hann síðast í byrjunarliðinu þegar Tyrkir lögðu Albaníu að velli í október.

Tyrkneskir fjölmiðlar segja að Ozan Tufan verði pottþétt á miðjunni hjá Tyrkjum á morgun. Tufan, sem er 24 ára miðjumaður Fenerbache, hefur spilað vel fyrir Tyrki að undanförnu. Þá eru líkur taldar á að Okay Yokuslu, leikmaður Celta Vigo á Spáni, byrji á miðjunni við hlið Tufans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun