fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Sport

Dortmund sló met Manchester United, Barcelona og Real Madrid

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 11. desember 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Borussia Dortmund hafa verið í miklum ham undanfarnar vikur og í vikunni settu þeir býsna merkilegt met.

Dortmund gerði sem kunnugt er 2-2 jafntefli gegn Real Madrid í lokaleik riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag og tryggði þýska liðið sér þar með toppsæti riðilsins. Með mörkunum tveimur í Madrid setti Dortmund met yfir flest mörk skoruð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Dortmund skoraði 21 mark en fyrra metið var 20 mörk sem stórliðin Manchester United (1998-1999), Barcelona (2011-2012, 2016-2017) og Real Madrid (2012-2014) settu á sínum tíma.

Flest mörk Dortmund í riðlakeppninni komu gegn Legia Varsjá, eða fjórtán talsins. Þeir unnu fyrri leik liðanna 6-0 á útivelli og seinni leikinn á heimavelli 8-4. Ljóst er að Dortmund verður enginn óskamótherji þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi