fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Sport

Hættir með Dani: „Jeg har andre planer“

Guðmundur Guðmundsson segir skilið við danska handboltalandsliðið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmunudur Þórður Guðmundsson hefur ákveðið að skrifa ekki undir nýjan samning við danska handknattleikssambandið. Hann lætur af störfum fyrir sambandið 1. júlí næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu danska sambandsins en danskir fjölmiðlar hafa líka sagt frá.

„Ég hef upplifað spennandi hluti með danska landsliðinu. Ólympíugullið í sumar var það stærsta. En næsta sumar þegar samningurinn klárast hef ég önnur áform um framhaldið,“ er haft eftir Guðmundi. Á dönsku segir hann, „Jeg har andre planer“.

Fram kemur á heimasíðu sambandsins að Guðmundar verði alltaf minnst í danskri íþróttasögu fyrir það afrek að vinna ólympíugulli í Ríó. „Guðmund­ur er ótrú­lega hæfi­leika­rík­ur hand­knattleiksþjálf­ari og líklega sá eini sem hef­ur kom­ist tvíveg­is í úr­slit á Ólymp­íu­leik­um með tvær þjóðir.“

Eins og fram kom í morgun er Dagur Sigurðsson sagður ætla hætta að þjálfa þýska landsliðið á næsta ári og fara til Japans. Það skyldi þó aldrei verða að Guðmundur Guðmundsson verði arftaki Dags?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nú ljóst hver tekur við af Moyes

Nú ljóst hver tekur við af Moyes
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur