fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Sport

Stórmeistarar etja kappi í Kópavogi

Hjörvar Steinn mætir goðsögninni Nigel Short í sex skáka einvígi um helgina

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 20. maí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgina 21.–22. maí mætast stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Nigel Short í einvígi sem Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur í samstarfi við Mót-X. Einvígið fer fram í Salnum í Kópavogi og fá keppendur aðeins 25 mínútna umhugsunartíma á hverja skák, sem býður upp á miklar sviptingar, klukkubarning og spennu. Alls tefla meistararnir sex skákir, fyrst þrjár á laugardaginn og síðan seinni þrjár á sunnudaginn.

Umdeilt undrabarn

Nigel Short er einn þekktasti stórmeistari heims. Hann var undrabarn í skák sem vakti mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma og síðar varð hann yngsti alþjóðlegi meistari sögunnar, aðeins fjórtán ára gamall. Stórmeistari varð hann 19 ára gamall og í kjölfarið skipaði hann sér í flokk bestu skákmanna heims. Hápunktinum var náð árið 1993 þegar hann vann sér rétt til þess að skora á sjálfan Garry Kasparov um heimsmeistaratitilinn í skák, þar sem hann þurfti að lúta í gras.

Short lifir athyglisverðu lífi og er afar umdeildur meðal skákmanna þar sem hispurslaus skrif hans um skák og skákmenn hafa hneykslað kollega hans og reitt suma til reiði. Short skilgreindi sjálfan sig sem ólífubónda í Grikklandi einu sinni en þar hefur hann haldið heimili ásamt þarlendri eiginkonu sinni. Hann er þó sífellt á faraldsfæti og hefur sett sér það markmið að ferðast til allra landa á jarðarkringlunni. Þá hefur hann staðið uppi sem sigurvegari á fjórða tug skákmóta í sex heimsálfum en hann hefur leitað logandi ljósi að tækifæri til þess að tefla á skákmóti sem skipulagt er á Suðurskautslandinu. Það gæti ræst fyrr en seinna. Þá ber að geta þess að í lokahófi einvígisins, sem fram fer á skemmistaðnum Húrra á sunnudagskvöldið, mun Short síðan stíga á svið sem söngvari í skák-rokkbandinu b4 ásamt vel völdum íslenskum tónlistarmönnum. Það verður eflaust athyglisverð stund!

Hefur verið einn af sterkustu skákmönnum heims í tæpa fjóra áratugi.
Nigel Short Hefur verið einn af sterkustu skákmönnum heims í tæpa fjóra áratugi.

Stórmeistari tuttugu ára

Hjörvar Steinn Grétarsson er eitt mesta efni sem komið hefur fram hérlendis en hann fæddist sama ár og Short glímdi við Kasparov um heimsmeistaratitilinn. Hjörvar Steinn skaraði fram úr jafnöldrum sínum frá fyrstu tíð og erfitt er að halda tölu á öllum þeim Reykjavíkur-, Íslands- og Norðurlandameistaratitlum sem hann hefur sankað að sér í gegnum árin. Aðeins tvítugur að aldri var hann útnefndur stórmeistari í skák og er núna næststigahæsti skákmaður landsins með 2.580 stig.

Stórmeistarinn ungi fær verðuga áskorun um helgina.
Hjörvar Steinn Grétarsson Stórmeistarinn ungi fær verðuga áskorun um helgina.

„Það er mikill fengur að heimsókn Shorts og mjög spennandi að sjá glímu hans við Hjörvar Stein. Short er einhver litríkasti og frumlegasti skákmaður heims og hefur verið í sviðsljósinu frá því hann var barn. Hann teflir afar skemmtilega og því mega áhorfendur á MótX-einvíginu búast við fjöri og sviptingum. Einvígið fer fram við bestu hugsanlegu aðstæður í Salnum í Kópavogi og ég hvet áhugamenn á öllum aldri til að koma og fylgjast með veislunni. Það er ókeypis inn og við bjóðum unga skákáhugamenn sérstaklega velkomna,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“