fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Gekk vel á Skagageiðinni

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 4. júní 2020 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við félagarnir Ágúst Orri Ágústsson og undirritaður kíktum í Ölvesvatn og nágrenni á Skagaheiðinni um helgina. Stoppuðum reyndar bara í einn sólarhring, en það var bara nóg. Þegar við komum voru nokkrir búnir að vera við veiðar um helgina en Ölvesvatnið opnaði einmitt um síðustu helgi. Þeir höfðu gert ágæta veiði og klárt að fiskurinn er byrjaður að taka á fullu.

Veðrið tók vel á móti okkur, en það verður eins og best er á kosið, stundum smá gola, úði og svo bongó blíða þess á milli, en það fór svo að kólna og hvessa um kvöldið og þegar við vöknuðum snemma á mánudagsmorgun var lítið að gera annað en að sofa aðeins lengur, svo mikið rok var úti, en við náðum samt að landa einum áður en heim var haldið þennan morguninn.

,,Við náðum að landa flottum 14 fiskum og var það bæði á flugu og beitu. Eins skrítið og það hljómar var hann einungis að taka straumflugur eins og Black ghost, Nobbler og Dýrbít. Þeir sem voru þarna á undan okkur voru að taka bleikjuna á púpur, flottar bleikjur. Urriðinn var alls ráðandi þessa helgina hjá okkur og var okkar stærsti fiskum um 4 og hálft pund, en allir voru þeir vel vænir, flestir á bilinu 2-3 pund.

Það er um að gera fyrir þá sem langar í flotta fiska og langar í ró og næði um leið að kíkja á Skagaheiðina, hún hefur sjaldan svikið veiðimann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“