fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026

Veiðibækur að koma í hús

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 23. október 2019 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðibækur eru að koma í hús og ljóst er að heildarlaxveiðin í ám Strengja eru 888 laxar þetta sumarið. Þar af voru 411 laxar á Jöklusvæðinu, 401 úr Hrútafjarðará og 76 laxar úr Breiðdalsá. Silungsveiðin er samtals tæplega tvöföld sú tala eða um 1.700 silungar, þar af eru 900 sjóbleikjur!

Mikið af laxi gekk í Jöklu en vegna yfirfalls úr Hálslóni 6. ágúst hægði á veiðinni þó alltaf væri reytingur í hliðaránum af laxi. Ljóst er að metveiði hefði líklega verið á vatnasvæðinu ef hægt hefði verið að veiða Jöklu sjálfa allt sumarið. Góð silungsveiði var þetta árið, sérstaklega í Fögruhlíðarósi.
Hrúta líkt og aðrar ár á svæðinu og vesturlandi var nánast vatnslaus fram eftir sumri og lítil veiði, en er loks rigndi seinni hluta sumars tók veiðin mikinn kipp allt til loka.Töluvert var af laxi í ánni í haust og má segja að áin hafi náð að halda sínu þrátt fyrir erfiða byrjun. Um 200 bleikjur eru einnig skráðar í veiðibók sem er góð aukning frá fyrri árum.

Breiðdalsá glímdi við vatnsleysi framan af sumri og hefðbundnar göngur af nýjum laxi síðsumars komu ekki er aðstæður urðu betri og lokatölur voru vonbrigði. Silungsveiðin voru tæplega 300 sjóbleikjur og urriðar sem er líka færri fiskar en oft áður.

Minnivallalækur var mun betri en rigningarsumarið 2018 og aðstæður ágætar og um 300 urriðar veiddust í læknum þetta sumarið sem er nálægt meðalveiði sl. ára.

Rjúpnaveiðin hefst 1. nóvember og nú verður leyft að veiða alla daga nóvembermánaðar nema þriðjudaga og miðvikudaga. Eitthvað er af lausum dögum á veiðisvæðum við Jöklu. Um er að ræða jarðirnar Sleðbrjót, Breiðumörk og Hrólfsstaði og  eru 6-8 byssur leyfðar á þessum svæðum. Mikið virðist vera af rjúpu fyrir austan og lítur vel út með veiði þetta haustið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Margir minnast Godds – „Góða ferð og takk fyrir allt“

Margir minnast Godds – „Góða ferð og takk fyrir allt“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Varpa sprengju um framtíð Amorim eftir eldræðu hans í gær

Varpa sprengju um framtíð Amorim eftir eldræðu hans í gær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“