
Þjófur rændi nýlega hjartfólgnum rostungsreðri af fræga steikarveitingastaðnum Donkey’s Place í New Jersey og eigandinn þarfnast aðstoðar við að fá hann til baka.
Reðurinn var aftan við barinn og starfsfólkið er brjálað yfir þjófnaðinum.
„Starfsstúlkan fór á bak við til að gera eitthvað og á meðan stal einhver gaur typpinu,“ sagði Lucas. „Við fengum mynd af þjófinum, en ég held að þetta sé utanbæjarmaður!.“
Rostungsreðurinn hefur verið mikilvægur hluti af veitingastaðnum, sem hrósað hefur verið sem besta oststeikarstað svæðisins, til margra ára ásamt fleiri hlutum eins og tönn úr Megalodon.
Þann 30. desember síðastliðinn sátu þrír félagar að sumbli á staðnum í nokkra klukkutíma, báðu þeir um að sjá gripinn og eftir það hljóp einn þeirra út með reðurinn að sögn barþjónsins sem var við vinnu.
„Ég trúi því varla að hann hafi gert þetta … við skulum finna gaurinn sem stal, þú veist hveru,“ sagði hún í TikTok-færslu daginn eftir. „Ef sá sem stal hlutnum er að horfa á þetta, vinsamlegast skilaðu honum til baka, staðurinn er ekki eins án hans.“
Eigandinn segist ekki vilja kæra. „Við viljum bara fá reðurinn til baka,“ sárbændi hann.
@donkeysplacecamdenWe want our “bone” back! Please help!