
Tveir unglingsdrengir í borginni Buffalo í New York ríki hafa verið fundnir sekir um morð á hinum þriggja ára gamla dreng, Ramone Carter, og fyrir að hafa sært sjö ára gamla systur hans sem lifði árásina af.
Atvikið átti sér stað þann 21. júní árið 2024 en þá fékk lögregla tilkynningu um skortárás á börn sem voru úti við leik í Buffalo. Er lögregla kom á vettvang kom í ljós að drengurinn Ramone Carter hafði verið skotinn í bakið en systir hans hlaut óverulega skotáverka. Ramone Carter lést á sjúkrahúsi skömmu eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang.
Lögregla handtók þá Jahaan Taylor, 14 ára, og hinn Elijah Mumford, 16 ára, nálægt vettvangi, og studdist þar við lýsingar sjónvarvotta. Í ljós kom við rannsókn málsins að ekki hafi verið ætlun drengjanna að skjóta börnin heldur beindi Taylor skotvopninu að hópi unglinga. Báðir drengirnir beittu skotvopnum í árásinni en hin byssan fannst aldrei.
Við rétarhöld í Buffalo í upphafi nýs árs bentu verjendur drengjanna á að þeir væru sjálfir börn. Dómari sagði hins vegar að þeir væru ekki fórnarlömbin í þessu máli.
Var hvor um sig dæmdur í 15 ára fangelsi.
Sjá nánar um málið hér.