fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Harmleikurinn í Sviss: Eigandinn sagður hafa flúið út með peningakassa og eytt sönnunargögnum

Pressan
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Moretti, annar eigenda svissneska skíðabarsins Le Constellation í Crans-Montana, er sagður hafa flúið af vettvangi með peningakassa á milli handanna á meðan gestir staðarins börðust í örvæntingu fyrir lífi sínu.

40 manns, aðallega ungmenni, létust þegar eldur kom upp á staðnum á gamlárskvöld og þá slösuðust 119 til viðbótar, margir alvarlega.

Ítalska blaðið La Repubblica greinir frá því að eigendur staðarins, Moretti og eiginmaður hennar, Jacques, séu einnig grunuð um að hafa eytt sönnunargögnum eftir að eldurinn kom upp.

Þannig hefði Facebook og Instagram-reikningum barsins verið lokað nóttina sem eldurinn kom upp og Moretti og eiginmaður hennar einnig eytt aðgöngum sínum að samfélagsmiðlum.

Romain Jordan, lögmaður sem fer með mál fyrir hönd hluta hinna 116 slösuðu, segir að eldurinn hefði kviknað um klukkan 1:30 aðfaranótt nýársdags og heldur því fram að klúbburinn hefði lokað samfélagsmiðlareikningum sínum á milli klukkan 3 og 6:30 um morguninn.

Jafnframt var heimasíða staðarins tekin niður á meðan slökkvilið og viðbragðsaðilar reyndu að slökkva eldinn og bjarga fórnarlömbum. Hann sagði að lokuðu reikningarnir hefðu innihaldið myndbönd af troðfullum barnum þetta kvöld – og fyrri skemmtunum – og hélt því fram að öryggismál hefðu strax komið upp í huga stjórnenda þegar eldurinn kviknaði.

„Skjólstæðingar mínir vilja svör,“ sagði hann. „Þeir vilja að ábyrgðarkeðjan sem leiddi til þessa harmleiks verði dregin fram með skýrum hætti. Stjórnendur eru til rannsóknar, en bæjaryfirvöld verða einnig að sæta rannsókn.”

Moretti-hjónin, sem bæði eru franskir ríkisborgarar, hafa átt klúbbinn frá árinu 2015 og eru þau bæði til rannsóknar vegna málsins. Komið hefur fram að síðasta öryggisskoðun á staðnum fór fram árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria
Pressan
Í gær

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst