
Bandaríkjastjórn hefur breytt opinberum viðmiðum sínum um áfengisneyslu. Ekki er lengur varað við hættum sem fylgja hóflegri drykkju og ekki lengur gefin upp viðmið um fjölda áfengra drykkja.
Til samanburðar má nefna að það er landlæknir sem sér um að gefa ráðleggingar varðandi notkun áfengis og þar er skýrt tekið fram að engin þekkt viðmið séu um skaðlausa notkun áfengis. Fólki er þar ráðlagt að hætta að drekka áður en fimm drykkjum og eins er tekið fram að áfengi geti haft mikil áhrif á heilsu og sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum.
Bandaríkin voru með sambærilegar ráðleggingar sem gengu jafnvel lengra. Karlmönnum var ráðlagt að drekka ekki meira en tvo áfenga drykki á dag og konum ráðlagt að halda sig við aðeins einn.
Nýju ráðleggingarnar voru birtar í dag og þar segir að fólk ætti að drekka minna til að bæta heilsuna og takmarka magn áfengra drykkja. Ekki er lengur að finna í ráðleggingunum viðmið um fjölda drykkja en auk þess er ekki lengur tekið fram að áfengi geti aukið líkur á brjóstakrabbameini og öðrum sjúkdómum.
Ekki er lengur varað við því að jafnvel hófleg drykkja geti aukið líkur á krabbameini og hjartasjúkdómum.
Yfirmaður bandarísku sjúkratrygginganna, Mehmet Oz, sagði á blaðamannafundi í dag að áfengi hefði sína kosti.
„Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman,“ sagði Oz sem tók fram að þó að best væri að forðast áfengi þá sé ekki hægt að neita því að áfengi gefur fólki tilefni til að koma saman og efla félagsleg tengsl. Það sé í raun ekkert heilbrigðara en að skemmta sér í góðra vina hóp. Fólk ætti að passa áfengisneysluna en það séu í raun engin gögn sem bendi til þess að fólk þurfi að takmarka neysluna við aðeins 1-2 drykki á dag. Oz nefndi svo að líklega væri best að sleppa því að fá sér áfengi í morgunmat.
Þessar nýju ráðleggingar hafa vakið mikla athygli. Talið er að það sé einkum áfengisiðnaðurinn sem fagni þessum breytingum en á sama tíma segjast læknar vera hugsi og benda á að ráðleggingarnar nefna ekki einu sinni aldurstakmörk, en í Bandaríkjunum má fólk ekki drekka fyrr en á 21 árs afmælisdaginn.
Reporter: Could you explain the science behind the new language on alcohol and whether or not the industry had an impact on the language of moderation versus saying alcohol is not healthy and you shouldn’t drink it?
Oz: Alcohol is a social lubricant pic.twitter.com/kOJVUVyqZB
— Acyn (@Acyn) January 7, 2026
Dr. Oz on alcohol consumption at press briefing.
“There is alcohol on these dietary guidelines but the implication is don’t have it for breakfast.” https://t.co/ZSNljoEZBM pic.twitter.com/B0pV31E0GJ
— Brecca Stoll (@breccastoll) January 7, 2026