
DailyMail greinir frá því að undanfarnar vikur hafi Maduro sungið og dansað á almannafæri eins og hann hefði ekkert til að óttast. Maduro hafi með þessu reynt að sýna að hann kærði sig kollugan um hótanir Trumps og ríkisstjórnar hans sem höfðu skorað á hann að segja af sér og fara sjálfviljugur í útlegð til Tyrklands. Trump setti Maduro svo úrslitakosti í desember.
Maduro tók ekki mark á þessum hótunum og kom því skýrt á framfæri þegar hann dansaði upp á sviði með stuðningsmönnunum sínum og söng „ekkert galið stríð“.
Þessi framkoma forsetans fór fyrir brjóstið á Trump. Maduro átti að vera áhyggjufullur enda væri Trump alvara með hótunum sínum. Maduro hefur áður gripið á það ráð að dansa til að hæðast að pólitískum andstæðingum sínum.
DailyMail segir að þessi kæruleysislega framkoma Maduro hafi haldið áfram eftir að Bandaríkin rændu honum og fluttu úr landi. Fyrstu opinberu skilaboðin sem Maduro sendi eftir að hann var gripinn höndum var: Gleðilegt nýtt ár.
New York Times segir að dansinn og kæruleysið í Maduro hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Trump og teymi hans upplifðu að Maduro væri að hæðast að þeim og að hann væri að reyna að sanna að hótanir Trumps væru innantómar. Hvíta húsið leit á dansinn sem ögrun og þremur dögum síðar var ráðist til atlögu í Venesúela, í skjóli nætur, og Maduro handtekinn ásamt eiginkonu sinni.