fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Stórfellt tjón í svikamyllu hjóna – 40 fjölskyldur með ókláruð heimili óörugg til búsetu

Pressan
Mánudaginn 5. janúar 2026 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung hjón í Texas, sem gáfu sig út fyrir að vera byggingaverktakar, sviku tugi viðskiptavina um 4,8 milljónir dala í svikamyllu sem skildi eftir ókláruð heimili sem voru óörugg til búsetu, allt á meðan hjónin sóuðu peningunum í persónuleg útgjöld, þar á meðal lýtaaðgerðir.

Christopher Judge og eiginkona hans, Raquelle Judge, lugu að um 40 viðskiptavinum á milli ágúst 2020 og janúar 2023 þegar þau reyndu að herma eftir stjörnum sem selja hús og lokka til sín viðskiptavini í gegnum samfélagsmiðla, en reyndust í staðinn vera svindlarar.

Hjónin héldu ranglega fram að Christopher væri löggiltur arkitekt í gegnum fyrirtæki sitt, Judge DFW LLC, og skildu hjónin eftir óstöðug, hálfkláruð heimili, samkvæmt fréttatilkynningu frá bandaríska saksóknaraembættinu í Norður-Texas.

Judge hjónin

Lane Simmons og eiginkona hans eru tvö af mörgum fórnarlömbum hjónanna. Eiginkona Lane sagði að mælt hefði verið með Judge hjónunum í hóp á samfélagsmiðlum fyrir heimamenn og sagði hjún að Simmons hjónin hefðu látið heillast af ákafri kynningu Jugde hjónanna.

„Þau komu heim til okkar og kynntu sig virkilega,“ sagði Simmons við staðarmiðil.

Í stað þess að verktakahjónin mættu á staðinn þegar kom að endurbótum fengu Simmons hjónin hins vegar tvö handsverksmenn inn á heimili sitt.

„Húsið mitt, allt sem þeir gerðu er rangt. Innan fárra vikna voru flísarnar farnar að springa. Gólfin að springa. Eldhúsgólfið mitt er að síga niður. Útiklæðningin lítur út eins og barn hafi gert verkið. Við þurftum að rífa alla grindina upp á nýtt og endurbyggja. Stiginn minn þurfti að vera rifinn upp á nýtt og endurbyggður. Honum var aðeins haldið uppi af einni plötu að innan. Bara reglugerðarbrot eftir reglugerðarbrot,“ sagði Simmons við miðilinn.

Hann sagði að tilboð hjónanna í endurbætur á húsinu hafi verið töluvert lægra en hjá öðrum fyrirtækjum sem þau skoðuðu, eitthvað sem litið til baka var augljóst viðvörunarmerki.

24 verkefni tekin fyrir í dómsmáli

Í svikamáli fyrir dómstólum voru 24 byggingarverkefni tekin fyrir og sögðust öll fórnarlömbin hafa fengið „tilboð undir markaðsverði“ frá hjónunum sem að lokum unnu verkaupana á sitt band með þeirri útskýringu að ástæða lágs tilboðs væri sú staðreynd að hjónin væru nýbúin að starta fyrirtæki sínu.

Simmons sagði að hann hefði greitt hjónunum yfir 200.000 dali (um 25 milljón krónur) og þurft að borga enn meira sjálfur til að laga mistök þeirra. Hann sagði að húsið, eins og það var þegar hjónin héldu því fram að verkinu væri lokið, hafi verið þannig að alls ekki var öruggt að búa í því.

„Við fengum fjölskylduvin sem er líka verktaki til að koma og skoða allt og hann sagði: Það er margt af þessu sem er óöruggt. Þetta er líklega versta verk sem ég hef nokkurn tíma séð.““

Mörg heimili voru metin óörugg til búsetu eftir „endurbætur“ Judge hjónanna.

Annað fórnarlamb réði Judges hjónin til að byggja draumahúsið sitt frá grunni. Þegar hún fór að taka eftir töfum á byggingunni, ofgreiðslum og gallaðri smíði, þrýsti hún á hjónin um svör. Christopher sást aldrei aftur.

„Hann gekk bara í burtu,“ sagði Kristin Newman við staðarmiðil. „Hann hætti bara að tala við okkur. Kom aldrei aftur.“

Hún segist hafa greitt hjónunum 200 þúsund dali og síðan sömu upphæð til annarra verktaka til að klára þar sem frá var horfið.

„Þetta er ekki bara slæm viðskiptaákvörðun eða „ég veit ekki hvernig á að byggja hús“,“ sagði Newman. „Hann valdi að ljúga. Hann valdi að stela. Og Raquelle valdi að ljúga og stela, ásamt honum.“

Varð gjaldþrota vegna svikanna

Þriðja fórnarlambið sagðist hafa verið neydd til að lýsa sig gjaldþrota eftir að hjónin sviku hann og skildu eftir ókláraða byggingu.

Judges hjónin eyddu um 865.000 dölum af fjármunum sem greiddir voru í gegnum fyrirtæki þeirra í persónulegan kostnað, þar á meðal 10.000 dölum í lýtaaðgerðir og 82.000 dölum í kaup á Amazon.

Simmons höfðaði einkamál gegn hjónunum, rétt eins og margir af fyrri viðskiptavinum hjónanna. Simmons réði skoðunarmann, sem uppgötvaði að Christopher var aðeins að þykjast vera arkitekt.

Önnur fórnarlömb greindu frá svipuðum samskiptum við Judges hjónin, þar á meðal óafgreiddum birgðapöntunum sem þegar hafði verið greitt fyrir og því að gengið var frá hálfkláruðu verki.

Játuðu sök og bíða dóms

Raquelle játaði sök í einni ákæru um samsæri um fjársvik þann 17. desember. Hún á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm og verður dæmd 14. apríl. Christopher játaði sök í samsæri um fjársvik þann 30. desember. Hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm og verður dæmdur 12. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 2 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu