fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Pressan
Mánudaginn 5. janúar 2026 14:30

David til vinstri, Rachel fyrir miðju og Katelyn til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðgumi og þrjár frænkur hans létust á föstudag eftir að þyrla hrapaði og steyptist niður í gljúfur. Þetta gerðist aðeins örfáum klukkustundum áður en brúðguminn, hinn 59 ára gamli David McCarty, ætlaði að ganga að eiga sína heittelskuðu.

Slysið varð skammt austur af borginni Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. David var vanur þyrluflugmaður og var þyrlan, MD369FF, í hans einkaeigu.

Um borð voru einnig þrjár frænkur Davids: Rachel, 23 ára, Faith, 21 árs og Katelyn Heideman, 22 ára. Ætlaði hópurinn að fara í stutta útsýnisferð áður en sjálft brúðkaupið hæfist.

Aðstæður á slysstað voru erfiðar, að því er segir í frétt Fox News og þurftu viðbragðsaðilar að fara fótgangandi á vettvang.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar, en líklegt þykir að þyrlan hafi rekist á línu sem búið var að strengja yfir gljúfrið. Við það er talið að David hafi misst alla stjórn á þyrlunni sem steyptist niður í gljúfrið.

Öll fjögur voru úrskurðuð látin á vettvangi, en viðbragðsaðilar komust ekki á staðinn fyrr en um sex klukkustundum eftir slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi
Pressan
Fyrir 1 viku

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin