
Slysið varð skammt austur af borginni Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. David var vanur þyrluflugmaður og var þyrlan, MD369FF, í hans einkaeigu.
Um borð voru einnig þrjár frænkur Davids: Rachel, 23 ára, Faith, 21 árs og Katelyn Heideman, 22 ára. Ætlaði hópurinn að fara í stutta útsýnisferð áður en sjálft brúðkaupið hæfist.
Aðstæður á slysstað voru erfiðar, að því er segir í frétt Fox News og þurftu viðbragðsaðilar að fara fótgangandi á vettvang.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar, en líklegt þykir að þyrlan hafi rekist á línu sem búið var að strengja yfir gljúfrið. Við það er talið að David hafi misst alla stjórn á þyrlunni sem steyptist niður í gljúfrið.
Öll fjögur voru úrskurðuð látin á vettvangi, en viðbragðsaðilar komust ekki á staðinn fyrr en um sex klukkustundum eftir slysið.