
BBC fjallar um þetta.
Samkvæmt næringarfræðingnum Federico Amati skýrist gagnrýnin að hluta af því að trefjar tapast við safagerð, sem veldur hraðari hækkun blóðsykurs. Fyrir flesta heilbrigða einstaklinga er þetta þó ekki vandamál, þar sem líkaminn bregst við með insúlínlosun.
„Það er ekki nóg að horfa eingöngu á sykurinn – appelsínusafi inniheldur einnig lífvirk næringarefni,“ segir Amati.
Rannsóknir styðja þetta, segir í umfjöllun BBC. Greining á slembirannsóknum sýnir að dagleg neysla appelsínusafa tengist lægri blóðsykri, betri insúlínvirkni og lægra LDL-kólesteróli sem er oft er kallað slæma kólesterólið. Aðrar rannsóknir benda til lægri blóðþrýstings og hærra „góðs“ HDL-kólesteróls.
Ávinningurinn nær ekki bara til hjarta- og æðakerfisins heldur einnig til heilans. Í rannsóknum undir stjórn Daniel Lamport við University of Reading sýndu þátttakendur betri einbeitingu og andlega skerpu eftir neyslu appelsínusafa samanborið við sykraða drykki. Hjá eldri fullorðnum sást jafnvel marktæk bæting á vitrænni getu eftir nokkurra vikna neyslu.
Sérfræðingar segja að skýringin liggi líklega í svokölluðum flavóníðum, einkum hesperidíni, sem draga úr bólgum og bæta blóðflæði. Þó eru heilir ávextir áfram taldir besti kosturinn. Fyrir þá sem kjósa safann segja sérfræðingar að lítið glas af 100% appelsínusafa, nokkrum sinnum í viku, geti vel átt rétt á sér í hollu mataræði.