
Eins og glöggir lesendur átta sig eflaust á er það nafnið sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru ósáttir með og telja þeir að það líkist um of nafni fyrirtækisins.
Telja forsvarsmenn Patagonia Wyn hafi skaðað ímynd fyrirtækisins og nýtt sér vörumerki og hönnun Patagonia til að selja varning.
Í frétt New York Post kemur fram að samkvæmt kæru sem lögð var fram í þessari viku fyrir alríkisdómstóli í Kaliforníu náðu Patagonia og Wiley samkomulagi árið 2022, þar sem Wiley samþykkti að virða vörumerki fyrirtækisins og nota persónusköpun sína í þágu aktívisma en ekki í þágu viðskipta.
Patagonia segir að þetta hafi breyst þegar Wiley sótti fyrir skemmstu um hjá bandarísku einkaleyfa- og vörumerkjastofnuninni (USPTO) að skrá „PATTIE GONIA“ fyrir ýmsa viðskiptalega notkun, þar á meðal fatnað og sölu á varningi.
Patagonia heldur því fram að notkun Wiley á nafninu Pattie Gonia til að auglýsa útivistarviðburði og fyrirlestra tengda umhverfisvernd skarist við hlutverk og markmið fyrirtækisins.
Wiley hefur notast við nafnið Pattie Gonia frá árinu 2018 og látið sig ýmis málefni varða. Gekk Wiley til dæmis 100 mílur í dragbúningi til að safna fé fyrir samtök sem berjast fyrir náttúruvernd.