fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Pressan

Útivistarfyrirtæki stefnir dragdrottningu

Pressan
Föstudaginn 23. janúar 2026 19:30

Pattie Gonia í nóvember í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska útivistarfyrirtækið Patagonia hefur höfðað mál draglistamanninum Wyn Wiley sem kemur fram undir nafninu Pattie Gonia.

Eins og glöggir lesendur átta sig eflaust á er það nafnið sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru ósáttir með og telja þeir að það líkist um of nafni fyrirtækisins.

Telja forsvarsmenn Patagonia Wyn hafi skaðað ímynd fyrirtækisins og nýtt sér vörumerki og hönnun Patagonia til að selja varning.

Í frétt New York Post kemur fram að samkvæmt kæru sem lögð var fram í þessari viku fyrir alríkisdómstóli í Kaliforníu náðu Patagonia og Wiley samkomulagi árið 2022, þar sem Wiley samþykkti að virða vörumerki fyrirtækisins og nota persónusköpun sína í þágu aktívisma en ekki í þágu viðskipta.

Patagonia segir að þetta hafi breyst þegar Wiley sótti fyrir skemmstu um hjá bandarísku einkaleyfa- og vörumerkjastofnuninni (USPTO) að skrá „PATTIE GONIA“ fyrir ýmsa viðskiptalega notkun, þar á meðal fatnað og sölu á varningi.

Patagonia heldur því fram að notkun Wiley á nafninu Pattie Gonia til að auglýsa útivistarviðburði og fyrirlestra tengda umhverfisvernd skarist við hlutverk og markmið fyrirtækisins.

Wiley hefur notast við nafnið Pattie Gonia frá árinu 2018 og látið sig ýmis málefni varða. Gekk Wiley til dæmis 100 mílur í dragbúningi til að safna fé fyrir samtök sem berjast fyrir náttúruvernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandarískur þingmaður vill opinbera aftöku á grunuðum morðingja

Bandarískur þingmaður vill opinbera aftöku á grunuðum morðingja
Pressan
Í gær

„Deadpool-morðinginn“ myrti tvær konur – Lýsti hrottalegum morðunum í símtali við föður sinn

„Deadpool-morðinginn“ myrti tvær konur – Lýsti hrottalegum morðunum í símtali við föður sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók Nintendo-tölvuna af 11 ára syni sínum og var skotinn til bana

Tók Nintendo-tölvuna af 11 ára syni sínum og var skotinn til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var komin 28 vikur á leið þegar hún komst að því að eiginmaðurinn væri barnaníðingur

Var komin 28 vikur á leið þegar hún komst að því að eiginmaðurinn væri barnaníðingur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Smábærinn sem Pútín gæti notað sem afsökun til að ráðast á NATO

Smábærinn sem Pútín gæti notað sem afsökun til að ráðast á NATO
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðkýfingar 4000 sinnum líklegri til að gegna pólitískum valdastöðum

Auðkýfingar 4000 sinnum líklegri til að gegna pólitískum valdastöðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var rekinn frá Gucci fyrir að vera „of feitur“

Var rekinn frá Gucci fyrir að vera „of feitur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu furðulegt bréf Trumps: Fékk ekki Nóbelsverðlaun og ekki lengur skuldbundinn til að hugsa bara um frið

Sjáðu furðulegt bréf Trumps: Fékk ekki Nóbelsverðlaun og ekki lengur skuldbundinn til að hugsa bara um frið