fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Viltu verða 100 ára? Þá ættirðu að forðast að borða bara plöntufæði

Pressan
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný kínversk rannsókn bendir til þess að kjötætur séu líklegri til að ná hundrað ára aldri en þeir sem eingöngu borða plöntufæði.

Rannsóknin sem um ræðir og Mail Online vísar til náði til 5.200 Kínverja sem allir höfðu náð 80 ára aldri, en af þeim lifðu tæplega 1.500 til 100 ára aldurs.

Þeir sem höfðu útilokað kjöt úr mataræði sínu voru um 19 prósentum ólíklegri til að verða 100 ára en alætur, jafnvel þegar tekið var tillit til hreyfingar og reykinga.

Niðurstöðurnar gáfu til kynna að þeir sem voru vegan reyndust tæplega 30 prósent ólíklegri til að ná að fagna aldarafmæli sínum. Grænmetisætur og þeir sem aðhylltust pescatarian-mataræði voru einnig ólíklegri til að ná þessum aldri, en þó líklegri en þeir sem voru vegan.

Rannsakendur telja að hugsanleg skýring geti verið sú að eldra fólk þarf fleiri næringarefni en strangt grænmetisfæði veitir. Sérstaklega virtist þetta skipta máli hjá þeim sem voru undir kjörþyngd.

Rannsakendur segja að niðurstöðurnar þýði ekki að kjöt eitt og sér tryggi langlífi. Dagleg neysla grænmetis hafði mest jákvæð áhrif á lífslíkur og gefa því niðurstöðurnar til kynna að fjölbreytt mataræði sé best til þess fallið að tryggja langlífi.

Þeir sem borðuðu grænmeti á hverjum degi voru yfir 80 prósentum líklegri til að ná 100 ára aldri en þeir sem gerðu það ekki.

Áhrif mataræðis voru þó mismunandi eftir líkamsþyngd. Grænmetisætur með eðlilegan líkamsþyngdarstuðul voru ekki síður líklegar til að ná 100 ára aldri en kjötætur. Hjá fólki sem var undir kjörþyngd tengdist dagleg kjötneysla hins vegar mun meiri líkum á langlífi.

Niðurstaða rannsakenda er sú að jafnvægi í mataræði – með bæði plöntu- og dýraafurðum – geti verið mikilvægt fyrir heilbrigt langlífi, sérstaklega hjá elstu og viðkvæmustu hópum samfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið