fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Pressan
Mánudaginn 5. janúar 2026 06:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbúið er að sum þau tæki sem við reiðum okkur á í hinu daglega lífi geti hækkað mikið á þessu ári. Ástæðan er sú að verð á vinnsluminni (RAM) – sem eitt sinn var meðal ódýrustu íhluta tölva – hefur meira en tvöfaldast síðan í október síðastliðnum.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu.

Vinnsluminnið í tölvum og snjalltækjum, einnig stundum kallað innra minni, gegnir því hlutverki að geyma gögn og forrit á meðan tækið vinnur með þau. Vinnsluminni er að finna í allt frá tölvum og snjallsjónvörpum til lækningatækja en verðið hefur rokið upp vegna mikils vaxtar gagnavera sem knýja gervigreind.

Í frétt BBC kemur fram að þetta hafi skapað ójafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og leitt til hækkandi verðs.

Stórfyrirtæki keyra eftirspurnina upp

Í fréttinni er rætt við Steve Mason, framkvæmdastjóra CyberPowerPC, sem setur saman tölvur, og segir hann að fyrirtæki hans sé að fá verðtilboð sem eru allt að 500% hærri en fyrir aðeins nokkrum mánuðum.

Danny Williams, sérfræðingur hjá PCSpecialist segist búast við áframhaldandi hækkunum langt fram á þetta ár að minnsta kosti og það muni óhjákvæmilega leiða til samdráttar í eftirspurn meðal neytenda.

Mike Howard hjá Tech Insights segir við BBC að stórfyrirtæki á borð við Amazon og Google hafi keyrt eftirspurnina upp. Þessi fyrirtæki séu að leggja inn pantanir vegna þessa árs og næsta árs og það framboð sem er til muni ekki anna eftirspurninni.

„Við erum að fá verðtilboð sem eru um 500% hærri en fyrir aðeins nokkrum mánuðum,“ segir Steve Mason, framkvæmdastjóri tölvuframleiðandans CyberPowerPC, sem setur saman tölvur. Hann segir að „komi að því marki“ að þessi aukni íhlutakostnaður muni „neyða“ framleiðendur til að „taka ákvarðanir um verðlagningu“.

Lendir beint á neytendum

Í hefðbundnum heimilistölvum nemur kostnaður vegna vinnsluminnis yfirleitt um 15-20% af heildarverði tölvunnar, en núverandi verðlagning hefur ýtt hlutfallinu upp í 30 til 40%. Segir Howard að dæmigerð fartölva með 16 GB af vinnsluminni geti séð framleiðslukostnað sinn hækka um 50 dollara á árinu og sá kostnaður muni færast yfir á neytendur.

„Snjallsímar munu einnig finna fyrir hækkunarþrýstingi,“ segir hann. „Við gætum séð framleiðslukostnað við dæmigerðan farsíma hækka um 30 dollara sem aftur mun líklega lenda beint á neytendum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi
Pressan
Fyrir 1 viku

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin