fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Appelsínusafi er vanmetinn heilsudrykkur

Pressan
Mánudaginn 5. janúar 2026 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Appelsínusafi hefur um langt skeið verið talinn vafasamur kostur þar sem hann getur innihaldið mikinn sykur. Nýjar rannsóknir benda þó til þess að þessi vinsæli drykkur geti haft ýmsa jákvæða heilsufarslega kosti – þrátt fyrir sykurinn.

BBC fjallar um þetta.

Samkvæmt næringarfræðingnum Federico Amati skýrist gagnrýnin að hluta af því að trefjar tapast við safagerð, sem veldur hraðari hækkun blóðsykurs. Fyrir flesta heilbrigða einstaklinga er þetta þó ekki vandamál, þar sem líkaminn bregst við með insúlínlosun.

„Það er ekki nóg að horfa eingöngu á sykurinn – appelsínusafi inniheldur einnig lífvirk næringarefni,“ segir Amati.

Rannsóknir styðja þetta, segir í umfjöllun BBC. Greining á slembirannsóknum sýnir að dagleg neysla appelsínusafa tengist lægri blóðsykri, betri insúlínvirkni og lægra LDL-kólesteróli sem er oft er kallað slæma kólesterólið. Aðrar rannsóknir benda til lægri blóðþrýstings og hærra „góðs“ HDL-kólesteróls.

Ávinningurinn nær ekki bara til hjarta- og æðakerfisins heldur einnig til heilans. Í rannsóknum undir stjórn Daniel Lamport við University of Reading sýndu þátttakendur betri einbeitingu og andlega skerpu eftir neyslu appelsínusafa samanborið við sykraða drykki. Hjá eldri fullorðnum sást jafnvel marktæk bæting á vitrænni getu eftir nokkurra vikna neyslu.

Sérfræðingar segja að skýringin liggi líklega í svokölluðum flavóníðum, einkum hesperidíni, sem draga úr bólgum og bæta blóðflæði. Þó eru heilir ávextir áfram taldir besti kosturinn. Fyrir þá sem kjósa safann segja sérfræðingar að lítið glas af 100% appelsínusafa, nokkrum sinnum í viku, geti vel átt rétt á sér í hollu mataræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi
Pressan
Fyrir 1 viku

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin