fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn

Pressan
Fimmtudaginn 25. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær systur í Arkansas í Bandaríkjunum hafa beðið almenning um fjárhagsaðstoð eftir að þær voru teknar upp á myndband þar sem þær eyðilögðu minningarstað um Charlie Kirk.

Önnur systranna missti vinnuna í kjölfarið og hin fékk sparkið frá kærasta sínum. Þá sitja þær báðar uppi með háan lögfræðikostnað vegna málsins.

Systurnar heita Kerri Rollo, 23 ára, og Kaylee Rollo, 22 ára, en þær settu af stað söfnun á vefnum GoFundMe á dögunum þar sem þær óskuðu eftir 18 þúsund dollurum til að standa straum af lögfræðikostnaði.

Þær voru handteknar eftir að hafa skemmt minningarstað sem komið var upp til minningar um Charlie Kirk sem var skotinn til bana á dögunum. Á minningarstaðnum mátti meðal annars sjá kerti og blóm sem vegfarendur höfðu lagt niður til að heiðra minningu hans.

„Ég og systir mín erum að verða fyrir áreiti á netinu og hún missti vinnuna,“ sagði Kaylee á söfnunarsíðunni. Heldur hún því fram að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi þeirra en systir hennar starfaði á veitingastað og var rekin úr starfi eftir að myndband af skemmdarverkinu dreifðist hratt á netinu. Á myndbandinu mátti meðal annars sjá þegar systurnar rifu niður skilti, spörkuðu í kerti og vanvirtu minningarstaðinn.

„F–ck Charlie Kirk,“ sagði Kerri meðal annars í myndbandinu og gaf miðfingurinn. Hún hélt síðan áfram: „Charlie Kirk dó eins og hann lifði – með því að boða ofbeldi,“ sagði hún áður en hún hrópaði nokkrum sinnum: „F–ck Charlie Kirk“ og gekk í burtu ásamt systur sinni.

Systurnar voru handteknar 17. september en söfnunin virðist hafa gengið vonum framar því í gær voru 15 þúsund dollarar búnir að safnast.

Í frétt New York Post kemur fram að hluti framlaga hafi komið frá nettröllum sem lögðu inn lágmarksupphæð til að geta skilið eftir háðslegar athugasemdir á söfnunarsíðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar