fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hinn grunaði í máli Madeleine McCann gengur nú laus

Pressan
Miðvikudaginn 17. september 2025 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem er grunaður um að bera ábyrgð á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann á Portúgal árið 2007 er nú laus úr fangelsi. Frá þessu greina yfirvöld í Þýskalandi. Hinn grunaði, Christian Brückner, var árið 2019 dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað 72 ára gamalli konu á Portúgal.

Christian var staddur í Portúgal þegar Madeleine hvarf en hann fékk stöðu sakbornings í málinu árið 2020. Að sögn lögreglunnar í Þýskalandi er talið nær öruggt að Madeleine sé látin og að líklega beri Christian ábyrgð á andlátinu. Hann hefur þó neitað sök í málinu og fyrr í þessari viku greindu yfirvöld í Bretlandi frá því að Christian hafi neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins að svo stöddu en ekki er hægt að þvinga hann til skýrslugjafar. Christian er margdæmdur níðingur.

Madeleine var í fríi með fjölskyldu sinni skömmu fyrir fjögurra ára afmæli sitt árið 2007 á Algarve í Portúgal. Foreldrar hennar skildu hana eftir sofandi í íbúð sem þau leigðu á meðan þau brugðu sér á veitingastað skammt frá. Þegar þau sneru aftur til að athuga með stúlkuna og systkini hennar kom í ljós að hún var horfin en foreldrar hennar telja að hún hafi verið numin á brott.

Sjá einnig: Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?