Karlmaður sem er grunaður um að bera ábyrgð á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann á Portúgal árið 2007 er nú laus úr fangelsi. Frá þessu greina yfirvöld í Þýskalandi. Hinn grunaði, Christian Brückner, var árið 2019 dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað 72 ára gamalli konu á Portúgal.
Christian var staddur í Portúgal þegar Madeleine hvarf en hann fékk stöðu sakbornings í málinu árið 2020. Að sögn lögreglunnar í Þýskalandi er talið nær öruggt að Madeleine sé látin og að líklega beri Christian ábyrgð á andlátinu. Hann hefur þó neitað sök í málinu og fyrr í þessari viku greindu yfirvöld í Bretlandi frá því að Christian hafi neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins að svo stöddu en ekki er hægt að þvinga hann til skýrslugjafar. Christian er margdæmdur níðingur.
Madeleine var í fríi með fjölskyldu sinni skömmu fyrir fjögurra ára afmæli sitt árið 2007 á Algarve í Portúgal. Foreldrar hennar skildu hana eftir sofandi í íbúð sem þau leigðu á meðan þau brugðu sér á veitingastað skammt frá. Þegar þau sneru aftur til að athuga með stúlkuna og systkini hennar kom í ljós að hún var horfin en foreldrar hennar telja að hún hafi verið numin á brott.