fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Ótrúlegt myndband af fljúgandi furðuhlut kom þingmönnum í opna skjöldu

Pressan
Fimmtudaginn 11. september 2025 06:30

Eric Burlison lagði myndbandið fram. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn á fundi eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings trúðu varla eigin augum í vikunni þegar þeim var sýnt myndband af óþekktu fljúgandi fyrirbæri.

Á upptökunni má sjá þegar Hellfire-eldflaug er skotið úr dróna að fyrirbæri við strendur Jemens. Í stað þess að eyða því virtist eldflaugin einfaldlega skoppa af hlutnum eins og borðtenniskúla. Fyrirbærið hélt síðan ferð sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hægt er að sjá GIF-mynd af atvikinu hér neðst.

Hellfire-eldflaugar eru búnar öflugum sprengjuoddum sem undir venjulegum kringumstæðum geta auðveldlega farið í gegnum brynvarin ökutæki.

Myndbandið var sýnt á þriðjudag á fundi nefndarinnar um gagnsæi í tengslum við óþekkt loftfyrirbæri (UAP – Unidentified Aerial Phenomena). Það var þingmaður Repúblikana í Missouri, Eric Burlison, sem lagði það fram.

Upptakan sýndi dróna af gerðinni MQ-9 fylgjast með fyrirbærinu á meðan annar dróni af sömu tegund skaut fyrrnefndri Hellfire-eldflaug að því.

Blaðamaðurinn George Knapp, sem hefur lengi fjallað um fljúgandi furðuhluti, sagði að til væru heilu gagnageymslurnar með sambærilegum myndböndum sem þingið hefði ekki fengið að sjá.

Jeffrey Nuccetelli, fyrrverandi liðsforingi í bandaríska flughernum, vitnaði á fundinum og sagði enga þekkta bandaríska tækni geta staðist högg af Hellfire-eldflaug. Undir þetta tók Alexandro Wiggins, sem starfað hefur í 23 ár hjá bandaríska flotanum. Þegar þeir voru spurðir að því hvort þeim þætti myndbandið ógnvekjandi svöruðu þeir báðir játandi.

Nuccatelli og Wiggins sögðu þeir frá eigin reynslu af óútskýrðum loftfyrirbærum. Nuccetelli rifjaði upp nokkur atvik við Vandenberg-flugherstöðina á árunum 2003–2005, en Wiggins lýsti atviki í febrúar 2023 undan ströndum Kaliforníu.

Samkvæmt frásögn hans sást glóandi fyrirbæri rísa upp úr hafinu og sameinast þremur öðrum fyrirbærum sem svifu á himninum. Þau fjögur hreyfðust í fullkomnu samspili og hröðuðu sér svo á brott á augabragði, án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð. Búnaður um borð í USS Jackson, þar á meðal ratsjár og sérhæfðar myndavélar, staðfesti að eitthvað hefði verið á sveimi þarna.

Þótt uppruni fyrirbæranna sé enn óþekktur, þrýstu þingmenn á svör og kröfðust aukins gagnsæis í málefnum UAP. Gagnrýnt hefur verið að mikilvægum gögnum um óútskýrð loftfyrirbæri sé enn haldið leyndum.

Hellfire-eldflaug skotið að UAP við strendur Jemens (Fox News GIF)
Heimild: Fox News (GIF)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat