fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Þekktur kokkur grunaður um að hafa framið þrjú bankarán á einum degi

Pressan
Þriðjudaginn 16. september 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur kokkur í Kaliforníu er nú í haldi lögreglu en hann er grunaður um að hafa rænt þrjá banka á einum degi. Hann hafði áður verið handtekinn árið 2018 vegna gruns um bankarán.

Kokkurinn heitir Valentino Luchin og er 62 ára gamall. Hann hefur starfað á tveimur vinsælum veitingastöðum í San Fransisco, þar af einum sem hann á sjálfur. Luchin var handtekinn á miðvikudaginn í síðustu viku og ákærður fyrir ítrekuð rán.

Samkvæmt erlendum miðlum barst lögreglu tilkynning um rán þann 10. september, en hinn grunaði hafði þá flúið af vettvangi. Starfsmaður bankans sagði lögreglu að maður hafi rétt þeim miða og krafist peninga. Starfsmaðurinn varð við kröfunni.

„Af ótta við öryggi sitt hlýddi starfsmaðurinn og afhenti hinum grunaða poka með bandarískum gjaldmiðli. Hinn grunaði flúði svo af svæðinu með peninginn,“ sagði lögregla í fréttatilkynningu.

Skömmu síðar frétti lögreglan af því að tvö önnur bankarán höfðu átt sér stað í sama hverfinu og í öllum tilvikum var hinum grunaða lýst með áþekkum hætti og beitti sömu aðferð. Ekki er tekið fram hversu mikið hinn grunaði hafði úr krafsinu.

Lögregla segir að vitni hafi borið kennsl á Luchin í öllum þremur málunum.

Árið 2018 var Luchin handtekinn vegna gruns um bankarán. Hann var þá sagður hafa farið í banka með gervibyssu og rænt þaðan 18 þúsund dölum. Hann var handtekinn skömmu síðar nærri heimili sínu.

„Á sínum tíma fannst mér þetta góð hugmynd,“ sagði kokkurinn í viðtali frá fangelsinu í kjölfar ránsins 2018. „En annað kom á daginn.“

Luchin sagði að árið 2016 hafi hann átt í fjárhagserfiðleikum eftir að veitingastaður hans fór í þrot. Hann sagðist sjá eftir ráninu.

„Brotið mitt var ekki ofbeldisfullt. Þetta var gervibyssa. Ég kann ekki einu sinni að hlaða alvöru byssu. Örvænting getur fengið mann til að gera hluti sem maður hélt að maður væri ekki fær um.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Í gær

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar