fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Pressan
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við förum á veitingastað viljum við ganga út södd og sæl, ekki með ónot og steinsmugu í kjölfarið.

Í myndbandi sem Julia Besz birti á TikTok og fengið hefur um 375 þúsund áhorf fer hún ítarlega yfir skoðanir vinar síns, sem á veitingastað, um hvað eigi að forðast að panta og borða á veitingastað ef maður vill spara sér magaóþægindi.

„Hvort sem þú ert að borða á keðjuveitingastað eða fínum stað, „Efst á listanum hans: Sértilboð sem eru ekki bundin við skýrt árstíðabundið hráefni,“ segir Besz.

„Hljómar kannski skaðlaust, en í bransanum þýðir það oft „við þurfum að koma þessu út áður en það skemmist“. Sósan hylur aldurinn á matnum, skreytingin blekkir þig og þegar þú ert búinn að borða ertu í raun búinn að greiða afganga gærdagsins dýru verði.“

Að panta fisk á sjávarréttastað sem er hvergi nærri ströndinni er þegar áhættusamt, en sérfræðingurinn ráðlagði matargestum að forðast sérstaklega skelfisk.

„Nema þú vitir að þeir eru með daglegar sendingar og óaðfinnanlega geymslu, en röng meðhöndlun breytir fínum sjávarréttadisk í matarsprengju,“ stóð í myndatexta myndbandsins.

@juliabesz.bloommoneyingWe were sat over a late-night cuppa after his shift when he said it: “There are a few things you should never order in any restaurant.” Not his, not a chain, not even the posh ones. I laughed, thinking it was some insider joke — but his face didn’t budge. He wasn’t being dramatic, he was being de@d serious. The first on his list? “Specials” that aren’t tied to a clear seasonal ingredient. Sounds harmless, but in the trade, that often means “stuff we need to shift before it goes off.” The sauce masks the age, the garnish distracts you — and by the time you’ve finished, you’ve basically paid top dollar for yesterday’s leftovers. Then there’s shellfish in places nowhere near the coast. Unless you know they’ve got daily deliveries and spotless storage, you’re gambling with your gut. “Most punters don’t realise,” he said, “but the wrong handling turns a fancy seafood platter into a food poisoпing time bomb.” He also warned me about ice in drinks at certain bars. “If the ice machine isn’t cleaned properly — and in busy spots, it often isn’t — you’re basically sipping on a chilled petri dish.” Suddenly, that summer cocktail didn’t feel so Instagrammable. And the shocker? Chicken dishes in buffets or all-you-can-eats. It’s the perfect breeding ground for bacteria if temps aren’t bang-on, and trust me — in high-volume places, they’re not checking every tray like they should. “You won’t see it,” he said, “but you’ll feel it 12 hours later.” Here’s the quick takeaway for peace of mind: next time you eat out, ask yourself one question — how quickly is this moving off the kitchen pass? If the answer’s “not very,” leave it on the menu. You’ll save yourself a fortune in wasted meals… and maybe a night hugging the loo.♬ original sound – juliabesz.bloommoneying

Og þú gætir viljað hugsa þig tvisvar um næst þegar þú heimsækir hlaðborð. Kjúklingaréttir í hlaðborðum eða hlaðborðum þar sem fólk borðar eins mikið og það vill eru sagðir vera „fullkomið kjörlendi fyrir bakteríur ef hitastigið er ekki hátt, og treystið mér, á stöðum með mikilli traffík eru þeir ekki að athuga alla bakka eins og þeir ættu að gera,“ stóð í myndatexta við myndbandið. „Þú munt ekki sjá það, en þú munt finna fyrir því 12 klukkustundum síðar.“

Þegar kemur að drykkjum er gott að hafa þetta í huga.

„Ef ísvélin er ekki hreinsuð rétt, og á fjölförnum stöðum er hún það oft ekki, þá ertu í raun að súpa á kældri petriskál.“

Fleiri atriði að hafa í huga eru nefnd til sögunnar.

„Flestir ákveða hvað þeir panta á innan við 90 sekúndum,“ sagði Fred Harrington, forstjóri Proxy Coupons. „Veitingastaðir vita þetta — og þeir hafa hannað matseðla sína til að nýta sér þessa fljótfærni gesta í ákvarðanatöku.“

Ef þú ert að skoða matseðil og verð eru falin eða á óvæntum stað þá er ástæða fyrir því.

„Markmið veitingastaða er að setja matinn í fyrsta sæti og verðið í annað sæti í huga viðskiptavinarins,“ sagði Dr. Jason Buhle, fyrirlesari við USC, við Delish. „Ein leið til að gera þetta er að skrá matinn bókstaflega fyrst og verðið í öðru sæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega