fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Ráðgáta við strendur Mallorca – Ferðamenn fundu lík sem voru hlekkjuð á höndum og fótum

Pressan
Þriðjudaginn 24. júní 2025 12:30

Frá Mallorca.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fimm lík hafa fundist í sjónum við strendur hinnar vinsælu ferðamannaeyjar Mallorca síðastliðnar vikur. Það sem gerir málið sérstaklega óhugnanlegt er að líkin voru hlekkjuð á höndum og fótum.

Grunur leikur á að um sé að ræða flóttamenn frá Alsír sem hugðust fara til Spánar í leit að betra lífi. En það er lögreglu hulin ráðgáta hvers vegna búið var að hlekkja fólkið, en helst beinist grunur að því að fólkið hafi verið myrt á leiðinni yfir Miðjarðarhafið og líkunum svo varpað í sjóinn.

Í fréttum spænskra fjölmiðla kemur fram að líkin hafi fundist í maí en það var nýlega að spænska lögreglan sendi frá sér tilkynningu um málið. Rannsókn málsins er sögð flókin enda erfitt að rekja slóð þeirra flóttamanna sem komast inn á meginlandið.

Eitt líkið mun hafa fundist við vestur af Formentera þann 18. maí síðastliðinn og voru það ferðamenn á snekkju sem sigldi undir belgískum fána sem komu auga á líkið í sjónum. Viðkomandi var í björgunarvesti en var sem fyrr segir hlekkjaður á höndum og fótum.

Nokkrum dögum síðar fannst annað lík skammt frá og sömu sögu var að segja af því. Alls hafa fimm lík fundist síðustu vikurnar og bendir allt til þess að um hafi verið að ræða flóttamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali