Hvítur reykur stígur nú úr strompi Sixtínsku kapellunnar sem þýðir að kardinálarnir eru búnir að kjósa nýjan páfa.
Fjölmenni fagnar nú fyrir utan kapelluna en kardínalarnir hafa verið þar læstir inni síðan á miðvikudag.
Reiknað er með að nýr páfi verði kynntur innan skamms. Samkvæmt CNN mun nýr páfi nú vera að koma sér í skrúðann og undirbúa sig andlega. Síðan mun kardináli stíga út á svalir Péturskirkju og lýsa yfir: Habemus papam, sem þýðir: Við erum komin með páfa. Síðan verður nýr páfi kynntur sem og hvaða nafn hann hefur valið sér. Frans páfi heitinn hét Jorge Mario Bergoglio. Hann valdi sér páfanafn til að heiðra ítalska dýrlinginn Frans af Assisi sem hafnaði auði fjölskyldu sinnar til að lifa við fátækt, auðmýkt og kærleik.
Vatíkanið er með beina útsendingu á YouTube frá Páfagarði þar sem má sjá margmenni bíða nýs páfa með eftirvæntingu.
Sjá einnig: Vélráð í Vatíkaninu – Hver tekur við af Frans sem næsti páfi?
Fréttin verður uppfærð