fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Færð þú uppþembu eftir að hafa borðað? Læknir segir þetta bestu leiðina til að sleppa við það

Pressan
Laugardaginn 31. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú borðar, gerist yfirleitt ekki mikið markvert annað en að þú nýtur matarins (vonandi). Þú borðar án þess eitthvað komi upp á og átt því ekki í vandræðum með að verða saddur/södd. En eftir máltíðina byrjar vandinn að læðast hægt og rólega að þér.

Ef þú ert meðal þeirra mörgu sem hefur tilhneigingu til að fá uppþembu eftir að hafa borðað, þá eru til ýmsar aðferðir til að glíma við það. Þær fela ekki í sér að þú þurfir að hætta að borða (enda myndi það enda með skelfingu) en þær þýða að þú þarft að gæta vel að hvað þú borðar.

Robert Burakoff, læknir, ræddi við Health um þetta og sagði að það séu margar leiðir til að forðast uppþembu eða draga úr henni. Hann segir að meðal annars sé mikilvægt að tryggja að máltíðin innihaldi meira vatn og holla fitu.

Ef þú hefur tilhneigingu til að fá uppþembu, þá getur líka verið góð hugmynd að sleppa því að drekka áfengi, gosdrykki og að innbyrða sykur. Þess utan getur verið ráðlegt að gæta að trefjaneyslunni því hún getur einnig átt hlut að máli varðandi uppþembu.

Burakoff ráðleggur fólki einnig að forðast að nota tyggjó eða drekka í gegnum sogrör. Það að borða hratt getur einnig valdið uppþembu.

Reykingar eiga einnig sinn þátt í uppþembu, fyrir utan auðvitað að reykingar eru allt annað en heilsusamlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali