Í skjölunum kemur fram að 1982 hafi fimm fljúgandi furðuhlutir sést yfir sovéskri herstöð í Úkraínu og að þeir hafi reynt að skjóta sovéskum kjarnorkuvopnum af stað.
Boris Solokov, ofursti í sovéska hernum, sagði að hann og tíu aðrir hermenn hafi séð atburðarás sem hafi einna helst líkst einhverju úr vísindaskáldsögu.
Hann sagði að þeir hafi séð allt að fimm fljúgandi furðuhluti svífa yfir Usovioin herstöðinni í Úkraínu. Skyndilega hafi háleynilegir aðgangskóðar fyrir kjarnorkuvopn herstöðvarinnar birst á skjám í stjórnrýminu og hafi það sýnt að verið var að undirbúa að skjóta kjarnorkuvopnum á loft.
Í skýrslunni er haft eftir Solokov að tugir hermanna hafi orðið vitni að þessu.
En þar með er sagan ekki öll sögð því einnig kemur fram að síðan hafi orðið öflug sprenging þar sem hvítt ljóst hafi myndast og hafi breytt hermönnum í „steinstyttur“. Þeir sem voru í skóli sluppu ómeiddir.
Steingerðir líkamarnir voru síðan fluttir á rannsóknarstofu þar sem í ljós kom að efnasamsetning þeirra var hin sama og í kalksteini.