fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Pressan

Bara ein sturta á viku! – Þetta eru áhrifin á húðina

Pressan
Sunnudaginn 18. maí 2025 17:30

Bara einu sinni í viku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við förum flest í bað eða sturtu daglega. Við skellum okkur í eða undir vatnið, sápum okkur frá toppi til táar og skolum áhyggjum dagsins á brott með sápunni.

En það er alls ekki nauðsynlegt að baða sig svona oft og það er ekki bara afsökun fyrir að vera latur að sögn miðilsins Chip sem segir að hugmyndafræðin um að fara sjaldnar í bað sé í sókn og hún snúist ekki bara um að spara vatn og þar með peninga.

Sérfræðingar segja að með því að fara sjaldnar í bað eða sturtu, þá gerum við bæði húðinni okkar og umhverfinu greiða.

Heitt vatn og sápa slítur náttúrulegum olíum líkamans og dregur úr verndinni sem þær veita. Þetta hefur í för með sér að húðin verður þurrari og þá þurfum við hugsanlega að nota krem til að vega á móti þurrkinum.

Marion Moers-Capi, húðlæknir, mælir með að fólk baði sig einu sinni eða tvisvar í viku og fari sparlega með sápuna. Með því verði húðin ekki eins þurr.

Hún sagði að margir þvoi sér of oft, í of heitu vatni og of lengi. Tuttugu mínútna bað daglega sé alls ekki nauðsynlegt og alls ekki gott fyrir líkamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans