Independent skýrir frá þessu og segir að læknar ráðleggi fólki að sofa að minnsta kosti í sjö til níu klukkustundir á hverri nóttu. Svefnskortur er talinn geta valdið sjúkdómum á borð við Alzheimers og hjartasjúkdómum.
En fólk, sem er með fyrrgreinda genastökkbreytingu, finnst það oft úthvílt eftir aðeins fjögurra til sex klukkustunda nætursvefn og svo virðist sem þetta hafi engin áhrif á það eins og oft koma fram við svefnskort.
Þetta fólk hefur minni svefnþörf og getur einnig liðið verr ef það sefur meira segja kínverskir vísindamenn sem hafa rannsakað þetta stökkbreytta gen.
Fram að þessu hafa fjögur gen verið tengd við náttúrulegan skamman svefn, sem er kallaður NSS. Vísindamennirnir komust að því að stökkbreyting á geni í fólki, sem er með NSS, gegnir einnig lykilhlutverki þegar kemur að svefnlengd.