fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Pressan

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 21:30

Merki Telegram. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyler Webb, 22 ára, hefur játað að hafa látið skilaboðum rigna yfir konu, sem er í mjög viðkvæmri stöðu, þar sem hann hvatti hana til að veita sjálfri sér alvarlega áverka og taka eigið líf. Vildi hann fá að horfa á þetta.

Hann komst í samband við konuna á Internetinu. Í skilaboðum sem hann sendi henni á Telegram sagði hann henni að hún hefði enga ástæðu til að lifa og stakk upp á ýmsum aðferðum sem hún gæti notað til að taka eigið líf.

Metro skýrir frá þessu og segir að Webb sé fyrsti Bretinn sem sé ákærður fyrir að hvetja til sjálfsvígs. Hann er einnig ákærður fyrir að hvatt konuna til að veita sjálfri sér alvarlega áverka.

Mál hans er nú til meðferðar hjá Leicester Crown Court. Þar sem hann játaði sök á dómarinn aðeins eftir að kveða upp dóminn yfir honum en það verður gert í byrjun júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Byrjaði að fá hrollvekjandi símtöl eftir að dóttir hennar hvarf

Byrjaði að fá hrollvekjandi símtöl eftir að dóttir hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fengu áfall þegar þau sneru heim úr þriggja vikna fríi og sáu manninn sem sat í sófanum

Fengu áfall þegar þau sneru heim úr þriggja vikna fríi og sáu manninn sem sat í sófanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andlát ungs barns í tengslum við trúarlega föstu veldur mikilli reiði

Andlát ungs barns í tengslum við trúarlega föstu veldur mikilli reiði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump bregst enn og aftur illa við spurningu frá blaðamanni – „Þú ættir að skammast þín“

Trump bregst enn og aftur illa við spurningu frá blaðamanni – „Þú ættir að skammast þín“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks