Hópur unglinga mætti í skólaheimsókn í þinghús Bandaríkjanna og fengu þar að spyrja þingmann repúblikana, Brian Jack, spjörunum úr.
Einn nemandinn ákvað að nota tækifærið og spyrja um nokkuð sem margir hafa forvitnað sig á í gegnum árin. „Hvers vegna er Trump svona appelsínugulur?“
Þingmaðurinn bjóst greinilega ekki við þessari spurningu og kom nokkuð fát á hann.
„Ehh, sko, þú skilur , sko, þetta er hvernig þú sérð það. Ég sé það ekki þannig. Mér finnst hann bara vera með flotta sólbrúnku.“
Að sjálfsögðu hafa netverjar, þá þeir sem eru ekki hrifnir af Trump, skemmt sér konunglega yfir þessu atviki. Nemandanum hefur verið hrósað fyrir að hafa hreðjarnar í að spyrja og takast þannig að sannfæra marga um að unga kynslóðin eigi eftir að standa sig betur þegar hún er komin við völd. Eins megi alltaf gleðjast yfir hreinskilni barna, sem gjarnan vægir engum.
„Við ættum öll að vera að spyrja okkur hvers vegna Trump er svona appelsínugulur. Þessi einfalda spurning hefur kraft. Takið eftir því hvernig stuðningsmaður Trump rasaði þegar hann reyndi að svara. Spyrjum að þessu á hverjum degi. Hvers vegna? Því keisarinn er klæðalaus.“
School kids as Republican Rep Brian Jack “Why is Trump so orange?”
This is how he responded 😜 pic.twitter.com/f5Wwnsl6s5
— Facts Chaser 🌎 🤦🏻♂️ (@Factschaser) May 14, 2025
En hvers vegna er forseti Bandaríkjanna svona appelsínugulur? Stuðningsmenn hans halda því fram að hann sé í raun ekkert appelsínugulur í raun og veru en ljósmyndarar leiki sér að lýsingu og myndvinnslu til að ýkja brúnkuna hans til að láta hann líta illa út.
Donald Trump isn’t orange, but corporate media lies and manipulates his image to make him appear that way every time. pic.twitter.com/afYJD4kkkK
— Timcast News (@TimcastNews) May 13, 2025
Árið 2019 kenndi Trump sparperum um appelsínugula litinn. Hann sagði á fundi með stuðningsfólki Repúblikanaflokksins:
„Fólk spurði hver tilgangurinn væri með þessum ljósaperum. Ég sagði: „Þetta er sagan,“ og ég kannaði þetta: „Perurnar, sem við erum neydd til að nota, lýsa illa og það er það sem skiptir mig mestu máli,“ og bætti svo glottandi við: „Ég virðist alltaf vera appelsínugulur í birtunni frá þeim.“
Aðrir halda því fram að forsetinn hafi ánetjast gervibrúnku og sólarpúðri þegar hann var sjónvarpsmaður með þættina The Apprentice. Brúnkan hafi látið hann líta út fyrir að vera heilbrigður og útitekinn, en dálæti Trump á öllu því sem glóir hefur ekki farið framhjá mörgum. Því er eins haldið fram að hann stundi ljósabekki af miklum móð og þess vegna sé hann gjarnan ljósari um augun út af augnhlífunum sem fólk notar í slíkum bekkjum.
Snyrtifræðingar telja líklegt að hann sé að nota brúnkukrem og að hann setji það á sig sjálfur. Þess vegna megi sjá áberandi brúnkulínur við háls hans og eyru.