fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Pressan

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir

Pressan
Miðvikudaginn 14. maí 2025 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævisagnaritarinn Michael Wolff heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, hafi slitið samvistir. Margir hafa velt þessu fyrir sér eftir að fréttir bárust af því að Melania hafi varið minna en tveimur vikum í Hvíta húsinu frá því að eiginmaður hennar tók við embætti.

Rétt er að geta þess að Wolff er enginn aðdáandi forsetans, en rithöfundurinn hefur skrifað nokkrar bækur sem þykja neikvæðar í garð forsetans. Hann mætti í hlaðvarp á dögunum á vegum The Daily Beast þar sem hann deildi þeirri kenningu sinni að forsetahjónin séu aðeins hjón á pappírum.

„Þau eru klárlega ekki gift eins og hvernig við skilgreinum hjónaband og ég held að við getum með öðrum orðum sagt það svo að þau lifa aðskildum lífum. Þau hafa slitið samvistir. Forsetinn og forsetafrúin hafa slitið samvistir.“

Samskiptastjóri forsetaembættisins, Steven Cheung, gefur þó lítið fyrir þessa kenningu en hann sagði í samtali við The Independent að Wolff væri slefandi fábjáni.

„Hann er ingjaldsfífl af verstu gerð,“ sagði Cheung sem telur að rithöfundurinn glími við svokallað Trumpfirringarheilkenni (e. Trump Derangement Syndrome) sem hafi leitt til þess að hann hafi enga tengingu við raunveruleikann.

The New York Times greindi frá því nýlega að frá því að Trump tók við embætti, þann 20. janúar, hafi Melania varið minna en 14 dögum í Hvíta húsinu, sem sé örlátt mat.

Melania hefur þó komið fram með manni sínum á nokkrum stórum viðburðum, svo sem í útför Frans páfa og í páskaeggjaleit Hvíta hússins.

Melania sagði sjálf í viðtali fyrir ekki alltof löngu að hún ætlaði að vera í Hvíta húsinu, en hún myndi þó líka verja tíma í New York og á Palm Beach, eftir þörfum. Þó að Trump væri forseti væri sonur þeirra, Barron, enn ungur maður og hann væri í fyrsta sæti hjá henni. Fyrst væri það móðurhlutverkið, svo væri það hlutverk forsetafrúnnar og næst hlutverk eiginkonunnar.

Heimildarmenn sem þekkja til forsetafrúnnar segja að Melania hafi orðið verulega hrædd á síðasta ári þegar tvö banatilræði voru gerð gegn eiginmanni hennar. Hún óttist um öryggi fjölskyldu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja jólin í hættu vegna Trump

Segja jólin í hættu vegna Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelld fyrir að selja dóttur sína mansali

Sakfelld fyrir að selja dóttur sína mansali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af