
Konan játaði brot sín við yfirheyrslur hjá lögreglunni. „Ég er hissa á hversu oft ég gerði þetta. Hluti af mér hefur reynt að leyna þessu,“ sagði hún í yfirheyrslum að sögn Expressen.
Það er að sjálfsögðu óheimilt að nota dýr í kynferðislegum tilgangi í Svíþjóð.
Það var svo sem erfitt fyrir konuna að neita sök því 21 myndbandsupptaka sýnir hvað hún gerði.
Hún notaði hunda vina og kunningja sinna við dýraníðið auk hundsins hennar.
Expressen segir að konan hafi byrjað á þessu eftir að hún skildi og einnig hafi hún þá byrjað að neyta áfengis í miklu magni.