fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Pressan

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs

Pressan
Miðvikudaginn 14. maí 2025 17:30

Atvikið í gær náðist á eftirlitsmyndavél.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vegfarendum að þakka að óprúttnum aðilum tókst ekki að ræna fullorðinni dóttur og barnabarni stofnanda Paymium í París, höfuðborg Frakklands, í gærmorgun. Paymium er rafmyntamiðlun í Frakklandi.

Atvikið átti sér stað í Rue Pache-hverfinu á níunda tímanum í gærmorgun og réðust mennirnir beint að konunni og barninu og reyndu að koma þeim inn í litla sendibifreið. Eiginmaður konunnar barðist gegn mönnunum og hlaut hann höfuðáverka eftir að hafa verið laminn í höfuðið.

Sjá einnig: Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Vegfarendur sem urðu vitni að atvikinu brugðust skjótt við og varð það til þess að mennirnir, sem voru þrír, lögðu á flótta. Þeir eru enn ófundnir.

Aðeins er rúm vika síðan föður rafmyntamilljónamærings var rænt í frönsku höfuðborginni, en hann var numinn á brott þegar hann var úti að ganga með hundinn sinn. Eftir að hafa verið þrjá daga í haldi var manninum sleppt en mannræningjarnir klipptu af honum einn fingur. Sjö hafa verið handteknir í tengslum við það mál.

Í janúar var David Balland, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Ledger, numinn á brott ásamt eiginkonu sinni. Fingur var skorinn af Balland. Fyrirtækið hans er eitt stærsta rafmyntafyrirtæki Frakklands sem selur „veski“ til að geyma rafmynt í. Verðmæti Ledger er talið vera um einn milljarður dollara að sögn The Guardian.

Fólki, sem tengist rafmyntaviðskiptum á einn eða annan hátt, hefur einnig verið rænt í Belgíu og á Spáni á síðustu fimm mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segja jólin í hættu vegna Trump

Segja jólin í hættu vegna Trump
Pressan
Í gær

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvaða skilaboð felast í því að ganga með derhúfu daglega?

Hvaða skilaboð felast í því að ganga með derhúfu daglega?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika