fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Pressan
Laugardaginn 10. maí 2025 18:30

Allt er betra á morgnana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn sem fá reglulega standpínu að morgni til lifa lengur en þeir sem ekki fá reglulega morgunstandpínu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

The Sun segir að í rannsókninni hafi verið fylgst með tæplega 1.800 miðaldra og eldri karlmönnum í 12 ár. Þeir voru spurðir hversu oft þeir upplifðu morgunstandpínu.

Í ljós kom að um 22% minni líkur voru á að þeir sem fengu reglulega morgunstandpínu létust ungir. Þeir voru miklu ólíklegri til að deyja af völdum algengra þátta á borð við hjartasjúkdóma og heilablóðfalla.

Vísindamenn telja að standpína að næturlagi sé merki um að blóðrásin virki vel og þannig dragi úr hættunni á lífshættulegum sjúkdómum.

Dr Leen Antonio, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við tímaritið Age and Ageing að risvandamál og léleg morgunstandpína tengist hærri dánartíðni.

Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn geti fengið standpínu allt að fimm sinnum á hverri nóttu. Morgunstandpína getur tengst því að testósterónmagnið toppar.

Eftir því sem aldurinn færist yfir fækkar tilfellum standpínu að næturlagi en ástæðan er hormónabreytingar. Ef þetta gerist mjög hratt þá getur það bent til heilsufarsvanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“