fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 19:30

Mislingar herja mikið á börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill mislingafaraldur geisar nú í Texas. Ný „aukaverkun“ af honum hefur nú litið dagsins ljós því börn hafa verið lögð inn á sjúkrahús með alvarlega A-vítamín eitrun.

Deutsche Welle skýrir frá þessu og segir að börnin hafi verið lögð inn á Covenant Children‘s sjúkrahúsið í Lubbock.

Apótek í ríkinu segja að A-vítamín sé rifið úr hillum þeirra þessa dagana.

Þetta má rekja til þess að heilbrigðisráðherrann í ríkisstjórn Donald Trump hefur sagt að „A-vítamín geti dregið mjög úr dánarlíkunum af völdum mislinga“ og að vítamínið geti komið í veg fyrir að fólk smitist.

Engar vísindalegar sannanir eru fyrir þessu. Þá er fyrrnefndur heilbrigðisráðherra, Robert F. Kennedy Jr,, einarður andstæðingur bólusetninga og hefur ítrekað dreift röngum upplýsingum um bóluefni og farið með ósannindi tengd þeim.

Börnin, sem hafa verið lögð inn á sjúkrahúsið, voru í fyrstu talin með mislinga en rannsóknir leiddu í ljós að lifur þeirra starfaði óeðlilega vegna of mikillar A-vítamínneyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“