Melania var svartklædd við útförina og huldi hár sitt með slæðu. Samsæriskenningasmiðir á samfélagsmiðlum voru margir þeirrar skoðunar að þetta væri í raun ekki Melania, heldur tvífari hennar.
Bent var á meint misræmi varðandi útlit hennar. Einn samsæriskenningasmiðurinn var ekki í neinum vafa og skrifaði: „Hóli mólí! Hvar er Melania? Tvífarinn við hlið Trump blekkir engan. Loksins er þessi afhjúpuð sem falska Melania. Sjáið þessi sólgleraugna augu – allt of tilgerðarleg, ekki augu Melania eða kinnbein.“
Annar skrifaði: „Fréttir berast af ferð tvífara Melania til Rómar með Donald Trump, samverkamanni Epstein í barnaníði, til að vera við útför Frans páfa.“