Í fréttum sænskra fjölmiðla kemur fram að lögregla skoði hvort morðin tengist gengjum í borginni.
Fórnarlömbin voru á aldrinum 15 til 20 ára og voru tveir þeirra viðskiptavinir hárgreiðslustofunnar. Ekki liggur fyrir hvort allir hafi verið skotmark byssumannsins unga en að sögn lögreglunnar var einn hinna myrtu „þekktur“ hjá lögreglu.
Sá tengdist rannsókn lögreglu á árás sem átti að gera á skyldmenni gengjaforingjans Ismail Abdo sem sagður er hafa verið miðpunkturinn í blóðugum átökum sænskra glæpagengja á síðustu árum. Maðurinn var þó aldrei ákærður vegna málsins.