fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Pressan
Sunnudaginn 27. apríl 2025 19:00

Geta þessar myndir sagt til um persónuleika fólks? Mynd:University of Hertfordshire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónblekkingar geta afhjúpað persónuleika þinn segir oft á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. En er þetta rétt?

Hvað sástu fyrst vinstra megin á myndinni á toppnum: vasa eða tvö andlit?

Hvað með þessa til hægri: sástu fyrst önd eða kanínu?

Samkvæmt því sem segir á samfélagsmiðlum, þá segir svarið til um hvort þú veitir smáatriðum athygli, hvort þú sért í tilfinningalegum ójafnvægi eða hvort þú kjósir að stytta þér leið.

En á þetta sér einhverja stoð í raunveruleikanum? Breskir vísindamenn hjá University of Hertfordshire ákváðu að rannsaka þetta að sögn Videnskab.dk. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PeerJ.

Richard Wiseman, prófessor og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að fullyrðingar af þessu tagi fari mikinn á samfélagsmiðlum en sálfræðingar hunsi þær yfirleitt og því hafi verið ákveðið að rannsaka þetta.

300 manns á aldrinum 18 til 79 ára tóku þátt í rannsókninni. Fólkið átti að segja hvað það sá á fjórum sjónblekkingamyndum sem er hægt að túlka á mismunandi vegu.

Fólkið tók síðan persónuleikapróf og svaraði spurningalista til að hægt væri að sjá hvernig það hugsaði.

Almennt séð studdu niðurstöðurnar ekki mikið við fullyrðingarnar á samfélagsmiðlum. Til dæmis fundust engin tengsl á milli þess að sjá vasa/andlit á einni myndinni og þess að vera ör eða gefa smáatriðum gaum.

En þegar kom að myndinni af önd/kanínu komu ákveðin tengsl í ljós. Þeir sem sáu fyrst önd, höfðu tilhneigingu til að vera svartsýnir og í meira tilfinningalegu ójafnvægi. Þeir sem sáu kanínu fyrst, voru frekar opnir út á við og vandvirkir.

Wiseman segir að fullyrðingarnar um sjónblekkingar séu „nútímaútgáfa af að fara til miðils“ en hvetur fólk samt sem áður til að taka þessu með opnum huga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali