fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ótrúleg mistök bankastarfsmanns – Millifærði 80 billjónir dollara

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 04:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Citigroup bankans hlýtur að hafa setið rauður í framan og skömmustulegur vegna mistaka sem hann gerði nýlega. Hann átti að millifæra 280 dollara inn á reikning viðskiptavinar en fyrir mistök þá millifærði hann 80 billjónir dollara.

Metro skýrir frá þessu og segir að þar með sé ekki allt upp talið því tveir aðrir starfsmenn bankans hafi samþykkt millifærsluna á þessari stjarnfræðilega háu upphæð en hún nemur tuttugufaldri landsframleiðslu Bretlands. Upphæðin var því send af stað viðskiptavinarins næsta morgun.

Það var síðan fjórði starfsmaður bankans sem kom auga á vandann þegar hann sá að staða reikninga bankans var ansi neikvæð þennan morgun. Hann náði að afturkalla millifærsluna áður en peningarnir höfðu náð „áfangastað“.

Þegar upp var staðið þá slapp bankinn með skrekkinn því peningarnir komust ekki alla leið til viðskiptavinarins og má þar þakka snarræði fjórða bankastarfsmannsins. Financial Times segir að bankinn hafi tilkynnt bandaríska seðlabankanum og eftirlitsstofnunum um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf