fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 12:54

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla sérstaka tímabundna vernd sem úkraínskir ríkisborgarar fengu í landinu eftir innrás Rússa.

Þetta hefur Reuters eftir ónafngreindum hátt settum embættismanni og þremur heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu snemma árs 2002 tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Úkraínumenn gætu fengið sérstaka, tímabundna vernd í Bandaríkjunum. Talið er að um 240 þúsund Úkraínumenn njóti þessarar verndar í Bandaríkjunum, bæði einstaklingar sem flúðu eftir innrásina og einstaklingar sem þegar voru í landinu þegar innrásin hófst.

Í frétt Reuters kemur fram að svo gæti farið að Trump nái þessu í gegn fljótlega, jafnvel strax í apríl.

Þá kemur fram að umtalaður fundur Volodomír Selenskíj Úkraínuforseta og Donald Trump á dögunum hafi ekkert með þessa ákvörðun að gera.

Segir í frétt Reuters að bandarísk stjórnvöld hafi hafið undirbúning á þessu áður en að fundinum kom og tengist hertum aðgerðum bandarískra stjórnvalda í innflytjendamálum. Í frétt Reuters er þess að lokum getið að talsmaður Hvíta hússins gæti engar upplýsingar veitt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“