fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Leigusalinn gerði skelfilega uppgötvun í garðinum

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 04:15

Hér var líkið grafið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigusali í Detroit í Bandaríkjunum gerði skelfilega uppgötvun í garðinum við leiguhúsnæði, sem Brandee Pierce, hafði leigt. Hún var flutt og var hann að gera íbúðina klára fyrir næsta leigjanda þegar hann sá lítinn fót standa upp úr jarðveginum.

Hann hringdi auðvitað strax í lögregluna sem mætti á vettvang og gróf upp lík hins 9 ára Zemar King. Pierce, sem er móðir hans, er nú í haldi vegna málsins og verður ákærð fyrir að hafa myrt hann og hann að hafa grafið hann í grunnri gröf í garðinum.

Líkið fannst í byrjun janúar en saksóknari segir að Pierce hafi barið drenginn til bana þann 24. október síðastliðinn. Hún hafi síðan yfirgefið íbúðina í byrjun nóvember og farið til Georgíu með 3 ára son sinn.

Lögreglan í Brookhaven, sem er nærri Atlanta, hafði samband við lögregluna í Detroit í desember en hún var þá að rannsaka mál tengt Pierce og 3 ára syni hennar. Pierce var handtekin 10. janúar vegna rannsóknarinnar á dauða Zemar. Hún var framseld frá Georgíu til Michigan í síðustu viku.

Pierce á ævilangt fangelsi yfir höfði sér ef hún verður fundin sek um að hafa myrt son sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni