fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttatíu og eins árs gamall þjálfari stúlknaliðs í körfubolta í Northville High School í New York-ríki hefur verið rekinn og kærður vegna atviks eftir leik liðsins á dögunum.

Stúlkurnar voru að keppa síðastliðið föstudagskvöld en töpuðu mikilvægum leik. Stúlkurnar voru eðli málsins samkvæmt svekktar í leikslok en enginn hagaði sér þór verr en þjálfarinn, Jim Zullo.

Það náðist á myndband þegar Zullo gekk upp að einum besta leikmanni liðsins, Hailey Monroe, og reif í hár hennar áður en hann lét nokkur vel valin orð falla. Stúlkurnar í liðinu eru 15, 16 og 17 ára gamlar.

Hailey stóð þarna með liðsfélögum sínum og var í sýnilegu uppnámi eftir tapið áður en þjálfarinn gerði illt verra með glórulausri hegðun sinni. Þá hjólaði hann í aðra stúlku sem virtist reyna að koma Hailey til varnar.

Zullo sagði eftir leik að atvikið hefði orðið þegar hann sagði Hailey að taka í höndina á andstæðingum sínum og þakka fyrir leikinn. Það vildi hún ekki gera og mun hún, samkvæmt Zullo, hafa sýnt honum dónaskap.

Zullo var rekinn örfáum klukkustundum eftir leik og baðst hann afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið.

„Sem þjálfari þá er það ekki undir nokkrum kringumstæðum réttlætanlegt að leggja hendur á leikmann og mér þykir mjög leiðinlegt að þetta hafi gerst. Ég vildi að ég gæti tekið þetta til baka,” sagði hann en hann hefur verið kærður til lögreglu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri